Heimilin eru undirstaðan Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í sex ár, eða allt frá hruni, barist fyrir því að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Úrtöluraddirnar voru margar og þingmenn þáverandi stjórnarflokka komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma voru milljarðar afskrifaðir hjá fyrirtækjum og einstaklingar með gengistryggð lán fengu þau leiðrétt. Eftir sat fólkið með verðtryggðu lánin og fékk ekki neitt.Góðar viðtökur Eitt af fyrstu málum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var framlagning þingsályktunartillögu í tíu liðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra húsnæðislána var einn liður af tíu. Nýtt húsnæðiskerfi er annar liður og sú vinna er langt á veg komin. Leiðréttingin var kynnt í nóvember sl., opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingar í maí. Umsóknarferlið var einfalt og nú hefur fengist niðurstaða í 90% umsókna. Almenn ánægja er með aðgerðina.Sanngjörn aðgerð Heildarumfang leiðréttingarinnar er 150 milljarðar króna. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir, það er 80 milljarða króna leiðréttingu og 70 milljarðar króna fara í skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. Sú leið kemur t.d. ungu fólki til góða sem og leigjendum sem vilja leggja fyrir og eignast húsnæði. Stjórnarandstaðan talar um að verið sé að gefa ríku fólki peninga. Það er rangt! Ólíkt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar þá fara 75% leiðréttingarinnar til heimila sem eru með undir 7 milljónum króna á ári. Það eru ekki auðmenn. Hámark leiðréttingar á heimili eru 4 milljónir. Þannig að niðurstaðan er sú að um sanngjarna aðgerð er að ræða sem kemur flestum heimilum til góða. Einnig leigjendum og ungu fólki. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.Aukinn kaupmáttur Sérfræðingar eru sammála um að skuldaleiðréttingin muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif og verði ekki þensluhvetjandi. Kaupmáttur frjálsra ráðstöfunartekna fyrir þátttakendur í leiðréttingu mun aukast um 17% til ársins 2017 og áhrif leiðréttingarinnar eru metin 3% á ári. Þannig að ráðstöfunartekjur munu samkvæmt þessu aukast um 130-200 þúsund á ári hjá þátttakendum í leiðréttingunni á árunum 2015-2017.Hárrétt forgangsröðun Skuldaleiðréttingin er einn liður af mörgum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að leysa skuldavanda heimilanna þar sem heimilin eru undirstaðan. Við verðum að byrja á byrjuninni. Samhliða er unnið að því að lækka skuldir ríkissjóðs og afnámi hafta. Þegar við náum að reisa efnahag landsins þá getum við styrkt innviðina sem við erum öll sammála um að standa beri vörð um; menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngumannvirki og fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í sex ár, eða allt frá hruni, barist fyrir því að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Úrtöluraddirnar voru margar og þingmenn þáverandi stjórnarflokka komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma voru milljarðar afskrifaðir hjá fyrirtækjum og einstaklingar með gengistryggð lán fengu þau leiðrétt. Eftir sat fólkið með verðtryggðu lánin og fékk ekki neitt.Góðar viðtökur Eitt af fyrstu málum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var framlagning þingsályktunartillögu í tíu liðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra húsnæðislána var einn liður af tíu. Nýtt húsnæðiskerfi er annar liður og sú vinna er langt á veg komin. Leiðréttingin var kynnt í nóvember sl., opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingar í maí. Umsóknarferlið var einfalt og nú hefur fengist niðurstaða í 90% umsókna. Almenn ánægja er með aðgerðina.Sanngjörn aðgerð Heildarumfang leiðréttingarinnar er 150 milljarðar króna. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir, það er 80 milljarða króna leiðréttingu og 70 milljarðar króna fara í skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. Sú leið kemur t.d. ungu fólki til góða sem og leigjendum sem vilja leggja fyrir og eignast húsnæði. Stjórnarandstaðan talar um að verið sé að gefa ríku fólki peninga. Það er rangt! Ólíkt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar þá fara 75% leiðréttingarinnar til heimila sem eru með undir 7 milljónum króna á ári. Það eru ekki auðmenn. Hámark leiðréttingar á heimili eru 4 milljónir. Þannig að niðurstaðan er sú að um sanngjarna aðgerð er að ræða sem kemur flestum heimilum til góða. Einnig leigjendum og ungu fólki. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.Aukinn kaupmáttur Sérfræðingar eru sammála um að skuldaleiðréttingin muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif og verði ekki þensluhvetjandi. Kaupmáttur frjálsra ráðstöfunartekna fyrir þátttakendur í leiðréttingu mun aukast um 17% til ársins 2017 og áhrif leiðréttingarinnar eru metin 3% á ári. Þannig að ráðstöfunartekjur munu samkvæmt þessu aukast um 130-200 þúsund á ári hjá þátttakendum í leiðréttingunni á árunum 2015-2017.Hárrétt forgangsröðun Skuldaleiðréttingin er einn liður af mörgum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að leysa skuldavanda heimilanna þar sem heimilin eru undirstaðan. Við verðum að byrja á byrjuninni. Samhliða er unnið að því að lækka skuldir ríkissjóðs og afnámi hafta. Þegar við náum að reisa efnahag landsins þá getum við styrkt innviðina sem við erum öll sammála um að standa beri vörð um; menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngumannvirki og fleira.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun