Sveppi á núlli þrátt fyrir vinsældir Freyr Bjarnason skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Nýja Sveppamyndin hefur farið mjög vel af stað í kvikmyndahúsum landsins. „Við komum mögulega út á núlli,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri ævintýramyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Myndin hefur verið á meðal þeirra vinsælustu á landinu síðan hún var frumsýnd í lok október og hafa 28 þúsund manns séð hana, sem er meira en á aðrar Sveppamyndir eftir svipaðan tíma. Allt stefnir því í að hún muni fari fram úr Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu frá árinu 2010 sem er vinsælasta Sveppamyndin til þessa með rúmlega 37 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ekkert víst að nýja myndin skili nokkrum hagnaði, að sögn Braga Þórs. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á sjötíu milljónir króna. „Við fengum svo lágan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og að ég held lægsta styrkinn á árinu,“ segir hann. Styrkurinn nam fimmtán milljónum króna en Bragi Þór segir að flestar myndir fái á bilinu þrjátíu til sextíu milljónir króna í styrk. „Við höfum aldrei fengið alvöru styrk. Við fengum tólf milljónir fyrir fyrstu myndina, fimmtán fyrir aðra og þrjátíu fyrir mynd númer þrjú en hún var langdýrust af þeim,“ segir hann og á við Algjöran Sveppa og töfraskápinn sem kostaði 129 milljónir króna. „Plönin okkar eru þannig að við borgum öllum öðrum fyrst og svo fáum við laun sjálfir í lokin, ef það gengur vel.“ Hingað til hefur aðsóknin einmitt verið nógu mikil til þess. Miðaverð á Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum er á bilinu 950 til 1.500 krónur. Spurður hversu marga áhorfendur þurfi til að Bragi Þór og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, fái sjálfir laun sem framleiðendur segir hann að í kringum átján þúsund bíógesti þurfi til þess. „Ef við værum að fá undir tíu þúsund manna aðsókn fengjum við engin laun.“ Við framleiðslu myndarinnar hjálpaði til að Bragi Þór og Sveppi fengu miðatekjurnar borgaðar út fyrir fram hjá Sambíóunum. Sá peningur fór allur í framleiðsluna. „Dreifingaraðilinn tekur oft þátt í framleiðslunni á þennan hátt en það er allur gangur á því. Það er yfir höfuð bara erfitt að fjármagna myndir á Íslandi.“ Hvað framhaldið varðar segir Bragi Þór að ekkert hafi verið ákveðið með fleiri Sveppamyndir. „En við stefnum að því að gera bíómyndir í framtíðinni. Það eru margar hugmyndir í farvatninu.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Við komum mögulega út á núlli,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri ævintýramyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Myndin hefur verið á meðal þeirra vinsælustu á landinu síðan hún var frumsýnd í lok október og hafa 28 þúsund manns séð hana, sem er meira en á aðrar Sveppamyndir eftir svipaðan tíma. Allt stefnir því í að hún muni fari fram úr Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu frá árinu 2010 sem er vinsælasta Sveppamyndin til þessa með rúmlega 37 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ekkert víst að nýja myndin skili nokkrum hagnaði, að sögn Braga Þórs. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á sjötíu milljónir króna. „Við fengum svo lágan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og að ég held lægsta styrkinn á árinu,“ segir hann. Styrkurinn nam fimmtán milljónum króna en Bragi Þór segir að flestar myndir fái á bilinu þrjátíu til sextíu milljónir króna í styrk. „Við höfum aldrei fengið alvöru styrk. Við fengum tólf milljónir fyrir fyrstu myndina, fimmtán fyrir aðra og þrjátíu fyrir mynd númer þrjú en hún var langdýrust af þeim,“ segir hann og á við Algjöran Sveppa og töfraskápinn sem kostaði 129 milljónir króna. „Plönin okkar eru þannig að við borgum öllum öðrum fyrst og svo fáum við laun sjálfir í lokin, ef það gengur vel.“ Hingað til hefur aðsóknin einmitt verið nógu mikil til þess. Miðaverð á Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum er á bilinu 950 til 1.500 krónur. Spurður hversu marga áhorfendur þurfi til að Bragi Þór og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, fái sjálfir laun sem framleiðendur segir hann að í kringum átján þúsund bíógesti þurfi til þess. „Ef við værum að fá undir tíu þúsund manna aðsókn fengjum við engin laun.“ Við framleiðslu myndarinnar hjálpaði til að Bragi Þór og Sveppi fengu miðatekjurnar borgaðar út fyrir fram hjá Sambíóunum. Sá peningur fór allur í framleiðsluna. „Dreifingaraðilinn tekur oft þátt í framleiðslunni á þennan hátt en það er allur gangur á því. Það er yfir höfuð bara erfitt að fjármagna myndir á Íslandi.“ Hvað framhaldið varðar segir Bragi Þór að ekkert hafi verið ákveðið með fleiri Sveppamyndir. „En við stefnum að því að gera bíómyndir í framtíðinni. Það eru margar hugmyndir í farvatninu.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið