Fékk gæsahúð þegar fyrsta markið kom Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2014 06:00 Þórey og Þórey. Nöfnurnar spila báðar í hægra horninu fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/stefán Hornamaðurinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn fyrir leiki liðsins í forkeppni HM 2015 og hefur nýtt þær mínútur sem hún hefur fengið vel. Hún skoraði þrjú mörk í leikjunum gegn Ítalíu og Makedóníu og getur enn bætt við árangurinn þegar Ísland mætir Makedóníu ytra á morgun. „Það hefur verið ótrúlega gaman að koma inn í landsliðshópinn enda stelpurnar skemmtilegar,“ segir Þórey Anna í samtali við Fréttablaðið. „Það kom mér mjög á óvart þegar ég fékk símtalið og mér var tilkynnt að ég hefði verið valin í landsliðið – ég reiknaði ekki með því að það myndi gerast fyrr en eftir 1-2 ár í fyrsta lagi,“ segir hún og bætir við að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að klæðast landsliðstreyjunni. „Ég fékk gæsahúð þegar ég skoraði svo fyrsta markið og ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir hún og brosir.Skoraði fjórtán mörk í bæjarslag Þórey Anna er uppalinn FH-ingur og vakti mikla athygli í ársbyrjun 2013 er hún skoraði fjórtán mörk í naumum sigri liðsins á erkifjendunum í Haukum, 31-30. Hún var þá nýorðin fimmtán ára gömul. Það sem meira er – móðir hennar, Gunnur Sveinsdóttir, var einnig á skýrslu FH í leiknum en hún var þá 32 ára. Gunnur sagði í viðtali við Fréttablaðið stuttu síðar að þær væru ólíkar sem leikmenn. „Hún er örvhent og ég er rétthent. En hún er miklu betri en ég,“ sagði hún þá. Þórey Anna kláraði grunnskólapróf um vorið og hélt þá utan til Noregs þar sem hún er nú að verða hálfnuð með nám í íþróttaframhaldsskóla. Einnig spilar hún með Rælingen í norsku B-deildinni, þar sem hún hefur vakið eftirtekt norsku úrvalsdeildarliðanna.Sterkari og fljótari „Það er eitthvað verið að kíkja á mann en ekkert meira en það,“ segir hún hógvær. „Ég ætla að klára skólann fyrst og svo sé ég til hvað ég geri.“ Hún segir að sér líki vistin vel í Noregi. „Það hefur verið mjög gaman og góð reynsla fyrir mig. Ég er í góðum skóla og tel að ég hafi bætt mig mikið sem leikmaður – er sterkari, fljótari og betri í handbolta,“ segir hún en Þórey Anna byrjar daginn á því að fara á æfingu í skólanum áður en hún sinnir náminu. Eftir skóladaginn þarf hún svo að fara með lest í einn og hálfan tíma til að mæta á æfingu hjá Rælingen. „Ég geri ýmislegt til að drepa tímann – læri, les eða hlusta á tónlist. Þetta bara fylgir,“ segir Þórey Anna sem býr í íbúð ásamt tveimur skólasystrum sínum. „Það gengur ágætlega – oftast,“ segir hún og hlær. Þórey ætlar að halda námi áfram eftir útskrift. „Það er alveg klárt að ég ætla að vera í háskóla samhliða handboltanum en það er óákveðið hvar. Ég er að reyna að gera upp hug minn í því en það gengur mjög illa,“ segir hún í léttum dúr.Er svolítið eins og systir mín Þórey Rósa Stefánsdóttir er byrjunarliðsmaður í hægra horni íslenska landsliðsins en hefur deilt stöðunni með nöfnu sinni, Þóreyju Önnu, í síðustu leikjum. „Það er auðvitað gott að hafa samkeppni en það er líka gott að vinna með henni. Við vorum herbergisfélagar í síðustu ferð og hún er svolítið eins og litla systir mín,“ segir hún og brosir. „Hún er spennandi leikmaður og það er líka gott að vinna með henni. Hún er afar ákveðin, þorir að fara í sín færi og í ákveðnar hreyfingar. Hún er ekkert að halda aftur af sér og það er ekki gefið þegar maður er að koma inn í sín fyrstu landsliðsverkefni sautján ára gömul,“ segir hún. „Það er gott að vita að staðan verði í góðum höndum þegar ég hætti – en ekki alveg strax,“ segir hún og hlær. Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Hornamaðurinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn fyrir leiki liðsins í forkeppni HM 2015 og hefur nýtt þær mínútur sem hún hefur fengið vel. Hún skoraði þrjú mörk í leikjunum gegn Ítalíu og Makedóníu og getur enn bætt við árangurinn þegar Ísland mætir Makedóníu ytra á morgun. „Það hefur verið ótrúlega gaman að koma inn í landsliðshópinn enda stelpurnar skemmtilegar,“ segir Þórey Anna í samtali við Fréttablaðið. „Það kom mér mjög á óvart þegar ég fékk símtalið og mér var tilkynnt að ég hefði verið valin í landsliðið – ég reiknaði ekki með því að það myndi gerast fyrr en eftir 1-2 ár í fyrsta lagi,“ segir hún og bætir við að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að klæðast landsliðstreyjunni. „Ég fékk gæsahúð þegar ég skoraði svo fyrsta markið og ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir hún og brosir.Skoraði fjórtán mörk í bæjarslag Þórey Anna er uppalinn FH-ingur og vakti mikla athygli í ársbyrjun 2013 er hún skoraði fjórtán mörk í naumum sigri liðsins á erkifjendunum í Haukum, 31-30. Hún var þá nýorðin fimmtán ára gömul. Það sem meira er – móðir hennar, Gunnur Sveinsdóttir, var einnig á skýrslu FH í leiknum en hún var þá 32 ára. Gunnur sagði í viðtali við Fréttablaðið stuttu síðar að þær væru ólíkar sem leikmenn. „Hún er örvhent og ég er rétthent. En hún er miklu betri en ég,“ sagði hún þá. Þórey Anna kláraði grunnskólapróf um vorið og hélt þá utan til Noregs þar sem hún er nú að verða hálfnuð með nám í íþróttaframhaldsskóla. Einnig spilar hún með Rælingen í norsku B-deildinni, þar sem hún hefur vakið eftirtekt norsku úrvalsdeildarliðanna.Sterkari og fljótari „Það er eitthvað verið að kíkja á mann en ekkert meira en það,“ segir hún hógvær. „Ég ætla að klára skólann fyrst og svo sé ég til hvað ég geri.“ Hún segir að sér líki vistin vel í Noregi. „Það hefur verið mjög gaman og góð reynsla fyrir mig. Ég er í góðum skóla og tel að ég hafi bætt mig mikið sem leikmaður – er sterkari, fljótari og betri í handbolta,“ segir hún en Þórey Anna byrjar daginn á því að fara á æfingu í skólanum áður en hún sinnir náminu. Eftir skóladaginn þarf hún svo að fara með lest í einn og hálfan tíma til að mæta á æfingu hjá Rælingen. „Ég geri ýmislegt til að drepa tímann – læri, les eða hlusta á tónlist. Þetta bara fylgir,“ segir Þórey Anna sem býr í íbúð ásamt tveimur skólasystrum sínum. „Það gengur ágætlega – oftast,“ segir hún og hlær. Þórey ætlar að halda námi áfram eftir útskrift. „Það er alveg klárt að ég ætla að vera í háskóla samhliða handboltanum en það er óákveðið hvar. Ég er að reyna að gera upp hug minn í því en það gengur mjög illa,“ segir hún í léttum dúr.Er svolítið eins og systir mín Þórey Rósa Stefánsdóttir er byrjunarliðsmaður í hægra horni íslenska landsliðsins en hefur deilt stöðunni með nöfnu sinni, Þóreyju Önnu, í síðustu leikjum. „Það er auðvitað gott að hafa samkeppni en það er líka gott að vinna með henni. Við vorum herbergisfélagar í síðustu ferð og hún er svolítið eins og litla systir mín,“ segir hún og brosir. „Hún er spennandi leikmaður og það er líka gott að vinna með henni. Hún er afar ákveðin, þorir að fara í sín færi og í ákveðnar hreyfingar. Hún er ekkert að halda aftur af sér og það er ekki gefið þegar maður er að koma inn í sín fyrstu landsliðsverkefni sautján ára gömul,“ segir hún. „Það er gott að vita að staðan verði í góðum höndum þegar ég hætti – en ekki alveg strax,“ segir hún og hlær.
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira