Mikilvægi Ríkisútvarpsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun