Þú skalt verða auðsveipur og undirgefinn þiggjandi Þórarinn Eyfjörð skrifar 19. desember 2014 07:00 Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun