Segir hugrekkið í víkingablóðinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. janúar 2015 19:00 Vestur- íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka. Dean Gunnarsson, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi ásamt tíu manna tökuliði sjónvarpsþáttarins Escape or die!, en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum. Til stóð að gjörningurinn færi fram við Sólfarið í kvöld, en tökuliðið neyddist til að hætta við vegna veðurs. Dean segist vona að móðir náttúra geri þeim kleift að láta til skarar skríða á næstu dögum. „Það eru allir að segja við mig að maður þurfi oftast bara að bíða í fimm mínútur eftir að veðrið á Íslandi breytist, svo vonandi breytist það okkur í hag.“ Dean er öllu vanur og hefur unnið við að framkvæma áhættugjörninga víðsvegar um heiminn síðustu ár. Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Hann segist hafa verið staðráðin í að fara til Íslands til að gera þættina, enda á hann ættir að rekja hingað til lands. „Það rennur víkingablóð í mínum æðum og það gerir mig sterkari til að takast á við þessa áskorun. Vonandi hjálpar það mér að komast lifandi af víkingaskipinu, ég vil síður að það breytist í Valhöll,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Vestur- íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka. Dean Gunnarsson, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi ásamt tíu manna tökuliði sjónvarpsþáttarins Escape or die!, en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum. Til stóð að gjörningurinn færi fram við Sólfarið í kvöld, en tökuliðið neyddist til að hætta við vegna veðurs. Dean segist vona að móðir náttúra geri þeim kleift að láta til skarar skríða á næstu dögum. „Það eru allir að segja við mig að maður þurfi oftast bara að bíða í fimm mínútur eftir að veðrið á Íslandi breytist, svo vonandi breytist það okkur í hag.“ Dean er öllu vanur og hefur unnið við að framkvæma áhættugjörninga víðsvegar um heiminn síðustu ár. Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Hann segist hafa verið staðráðin í að fara til Íslands til að gera þættina, enda á hann ættir að rekja hingað til lands. „Það rennur víkingablóð í mínum æðum og það gerir mig sterkari til að takast á við þessa áskorun. Vonandi hjálpar það mér að komast lifandi af víkingaskipinu, ég vil síður að það breytist í Valhöll,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira