Fóru of snemma og misstu af ótrúlegri endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 13:15 Þessi trúðu allan tímann. Vísir/Getty Seattle Seahawks er komið í Super Bowl annað árið í röð eftir kraftaverkaendurkomu á móti Green Bay Packers í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. Það fengu þó ekki allir stuðningsmenn Seattle Seahawks að upplifa þessa ótrúlegu endurkomu því margir þeirra höfðu gefist upp og yfirgefið leikvanginn. Seattle Seahawks var 7-19 undir í leiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir og leikstjórnandinn Russell Wilson kastaði þá boltanum frá sér í fjórða sinn. Útlitið var svo svart að stuðningsmenn heimaliðsins fóru að týnast af vellinum en þá hófst kraftaverkaendurkoman sem Tómas Þór Þórðarson lýsti svo skemmtilega í beinni á Stöð 2 Sport. Seattle Seahawks kom til baka og vann leikinn 28-22 í framlengingu sem þýðir að liðið á möguleika á því að verða NFL-meistari annað árið í röð. Stuðningsmennirnir sem yfirgáfu leikvanginn máttu ekki koma aftur inn en það fór örugglega ekkert framhjá þeim þegar trúfastari stuðningsmenn Seahawks-liðins fögnuðu hverju ótrúlega atvikinu á fætur öðru í þessum magnaða leik. Það verður því lengi talað um þennan leik í Seattle en það er líka hægt að lofa þessum stuðningsmönnum Seattle Seahawks liðsins sem gáfust upp og fóru af vellinum að þeir eigi líka eftir að vera minntir á þau mistök sín ansi oft á næstu misserum.Seahawks fans leave early, can't get back in http://t.co/sNG6zbSVWV— Shawn Rowden (@1_wally) January 19, 2015 That's what happens when you leave a game early.... #GBvsSEA pic.twitter.com/K3cNtevOI7— Chris Daniels (@ChrisDaniels5) January 18, 2015 NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Seattle Seahawks er komið í Super Bowl annað árið í röð eftir kraftaverkaendurkomu á móti Green Bay Packers í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. Það fengu þó ekki allir stuðningsmenn Seattle Seahawks að upplifa þessa ótrúlegu endurkomu því margir þeirra höfðu gefist upp og yfirgefið leikvanginn. Seattle Seahawks var 7-19 undir í leiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir og leikstjórnandinn Russell Wilson kastaði þá boltanum frá sér í fjórða sinn. Útlitið var svo svart að stuðningsmenn heimaliðsins fóru að týnast af vellinum en þá hófst kraftaverkaendurkoman sem Tómas Þór Þórðarson lýsti svo skemmtilega í beinni á Stöð 2 Sport. Seattle Seahawks kom til baka og vann leikinn 28-22 í framlengingu sem þýðir að liðið á möguleika á því að verða NFL-meistari annað árið í röð. Stuðningsmennirnir sem yfirgáfu leikvanginn máttu ekki koma aftur inn en það fór örugglega ekkert framhjá þeim þegar trúfastari stuðningsmenn Seahawks-liðins fögnuðu hverju ótrúlega atvikinu á fætur öðru í þessum magnaða leik. Það verður því lengi talað um þennan leik í Seattle en það er líka hægt að lofa þessum stuðningsmönnum Seattle Seahawks liðsins sem gáfust upp og fóru af vellinum að þeir eigi líka eftir að vera minntir á þau mistök sín ansi oft á næstu misserum.Seahawks fans leave early, can't get back in http://t.co/sNG6zbSVWV— Shawn Rowden (@1_wally) January 19, 2015 That's what happens when you leave a game early.... #GBvsSEA pic.twitter.com/K3cNtevOI7— Chris Daniels (@ChrisDaniels5) January 18, 2015
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira