Nyegaard: Hvar eru ungu mennirnir í íslenska liðinu? Arnar Björnsson skrifar 28. janúar 2015 18:45 Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný." HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný."
HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira