Sigmundur kannast ekki við að vera með „spindoktora“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 16:22 Sigmundur sagðist vilja taka umræðu um aðstoðarmenn en kannaðist ekki við að þeir væru „spindoktora.“ Vísir/GVA „Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu. Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu.
Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira