„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ ingvar haraldsson skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“ vísir/gva Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23