Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 07:42 Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. vísir Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. Málaflokkurinn hafi setið of lengi á hakanum hjá stjórnvöldum, og að hann einkennist af skipulagsleysi og fjársvelti. Brýn þörf sé á að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. Þar segja aðstandendur að umönnun á hjúkrunarheimilum einkennist af skeytingarleysi, tungumálaörðugleikum og tímaskorti, og að erfitt sé að horfa upp á ástvini sína tapa virðingu sinni í ellinni. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur sé viðvarandi ástand á hjúkrunarheimilum. Á einum stað lýsir aðstandandi því að móðir hennar hafi sífellt þurft að bíða svo lengi eftir aðstoð að hún pissaði á sig. Þá lýsir önnur kona því hvernig móður hennar hafi verið rúllað upp að sjónvarpi með stillimynd þar sem hún hafi setið allan daginn. Formaður Landsambands eldri borgara segir að aldraðir séu í dag hópur sem lítið heyrist í. Málefni þeirra hafi því setið of lengi á hakanum og séu í miklum ólestri. Sífellt sé verið að skera niður og að staðan sé nú orðin alvarleg. „Við könnumst við svona dæmi og höfum heyrt þessar sögur,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. „Það er ýmislegt að í þessu og sérstaklega er ekki nægilega mikil mönnun á hjúkrunarheimilunum, heimilin hafa kvartað yfir því að það hefur verið skorið niður fjármagn á síðustu árum, en á sama tíma er meiri aðsókn í hjúkrunarheimilin. Eldri borgurum fjölgar hratt. Árið 2013 voru þeir um ellefu prósent Íslendinga, en árið 2040 er gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 19 prósent, og 23 prósent árið 2060. Jóna Valgerður segir sífelldar kröfur um aukinn sparnað ekki ganga lengur. „Í stuttu máli má kannski segja að það vanti verulega stefnumótun í málefnum aldraðra. Síðasta stefnumótun sem ég man eftir var árið 2007 og það hefur margt gerst síðan.“ Jóna Valgerður veit um mörg dæmi þess að aldraðir jafnvel kvíði því að fara inn á hjúkrunarheimili. Tengdar fréttir Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. Málaflokkurinn hafi setið of lengi á hakanum hjá stjórnvöldum, og að hann einkennist af skipulagsleysi og fjársvelti. Brýn þörf sé á að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. Þar segja aðstandendur að umönnun á hjúkrunarheimilum einkennist af skeytingarleysi, tungumálaörðugleikum og tímaskorti, og að erfitt sé að horfa upp á ástvini sína tapa virðingu sinni í ellinni. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur sé viðvarandi ástand á hjúkrunarheimilum. Á einum stað lýsir aðstandandi því að móðir hennar hafi sífellt þurft að bíða svo lengi eftir aðstoð að hún pissaði á sig. Þá lýsir önnur kona því hvernig móður hennar hafi verið rúllað upp að sjónvarpi með stillimynd þar sem hún hafi setið allan daginn. Formaður Landsambands eldri borgara segir að aldraðir séu í dag hópur sem lítið heyrist í. Málefni þeirra hafi því setið of lengi á hakanum og séu í miklum ólestri. Sífellt sé verið að skera niður og að staðan sé nú orðin alvarleg. „Við könnumst við svona dæmi og höfum heyrt þessar sögur,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. „Það er ýmislegt að í þessu og sérstaklega er ekki nægilega mikil mönnun á hjúkrunarheimilunum, heimilin hafa kvartað yfir því að það hefur verið skorið niður fjármagn á síðustu árum, en á sama tíma er meiri aðsókn í hjúkrunarheimilin. Eldri borgurum fjölgar hratt. Árið 2013 voru þeir um ellefu prósent Íslendinga, en árið 2040 er gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 19 prósent, og 23 prósent árið 2060. Jóna Valgerður segir sífelldar kröfur um aukinn sparnað ekki ganga lengur. „Í stuttu máli má kannski segja að það vanti verulega stefnumótun í málefnum aldraðra. Síðasta stefnumótun sem ég man eftir var árið 2007 og það hefur margt gerst síðan.“ Jóna Valgerður veit um mörg dæmi þess að aldraðir jafnvel kvíði því að fara inn á hjúkrunarheimili.
Tengdar fréttir Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00