Anna og Elsa aftur á skjáinn Sunna Karen Sigþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 12:45 Vinsældir Disney-teiknimyndarinnar Frozen virðast engan endi ætla að taka, en myndin er ein sú tekjuhæsta allra tíma. USA Today birti í gær stillur úr nýrri stuttmynd sem nú er í smíðum og ber heitið Frozen Forever. Stuttmyndin er sjö mínútna löng og verður sýnd í Bandaríkjunum hinn 13. mars næstkomandi, rétt áður en ný mynd um Öskubusku verður frumsýnd. Systurnar Elsa og Anna verða aftur í aðalhlutverki ásamt snjókallinum Ólafi og fjallar myndin um afmælisveislu sem Elsa hyggst halda fyrir systur sína. Áætlanirnar ganga hins vegar ekki sem skildi þegar Elsa fær heiftarlegt kvef og „óvæntir atburðir eiga sér stað“, að því er fram kemur í frétt USA Today. Þá segir leikstjóri stuttmyndarinnar, Chris Buck, að í myndinni fái áhorfendur að sjá áður óþekkta hlið á Elsu prinsessu. Lagið Let it go úr fyrri mynd Frozen varð afar vinsælt og benda fjölmiðlar ytra á að nýtt lag myndarinnar verði alveg jafn grípandi. Bæði lögin eru samin af hjónunum Robert Lopez og Kristen Anderson-Lopez. Teiknimyndin var valin teiknimynd ársins á Óskarnum á síðasta ári og er tekjuhæsta teiknimynd allra tíma. Hagnaður hefur verið gríðarlegur en vestanhafs þénaði myndin um 400 milljónir dollara í miðasölu og um 700 milljónir dollara á heimsvísu. Þá er myndin ein af tíu tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar. For The First Time In Forever, Disney Unveil New Images For FROZEN FEVER! - http://t.co/mW6NfKRDGq pic.twitter.com/EQiDPGrbdr— ScreenRelish (@ScreenRelish) February 2, 2015 Oh gosh, the new 'Frozen Forever' stills show new ADORABLE Anna/Elsa costumes!! EEEEEE!! pic.twitter.com/e3x5CfuqwQ— Lisa Lou Who (@ItsLisaLouWho) February 2, 2015 Frozen Forever #FrozenFever pic.twitter.com/UpnXeDkgdr— se-ra (@serrow4870) February 2, 2015 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fékk 100.000 fyrir Frozen Elsa drottning fékk borgað fyrir eins dags vinnu. 18. nóvember 2014 14:30 Dótturinni var ekki skemmt þegar hún fékk frosna dúkku Hress pabbi bregður á leik. 29. desember 2014 17:30 Frozen vinsælust á Facebook Disney-teiknimyndin Frozen er sú mynd sem mest var minnst á á Facebook á þessu ári, samkvæmt samfélagsmiðlinum vinsæla. 11. desember 2014 14:30 Fleiri ferðamenn til Noregs vegna Frozen Frozen er fyrir nokkru orðin tekjuhæsta teiknimynd allra tíma en myndin gerist í ævintýraheimi sem byggir útlitslega á norskri náttúru. 7. júní 2014 16:37 Brjóstahaldari innblásinn af teiknimyndinni Frozen Breytir um lit þegar hann kemst í návígi við annan brjóstahaldara af sömu gerð. 11. nóvember 2014 20:00 Hlóðu oftast niður Frozen, The Walking Dead og Fancy Google greinir frá mest niðurhalaða efni ársins í netversluninni Google Play. 12. desember 2014 10:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Vinsældir Disney-teiknimyndarinnar Frozen virðast engan endi ætla að taka, en myndin er ein sú tekjuhæsta allra tíma. USA Today birti í gær stillur úr nýrri stuttmynd sem nú er í smíðum og ber heitið Frozen Forever. Stuttmyndin er sjö mínútna löng og verður sýnd í Bandaríkjunum hinn 13. mars næstkomandi, rétt áður en ný mynd um Öskubusku verður frumsýnd. Systurnar Elsa og Anna verða aftur í aðalhlutverki ásamt snjókallinum Ólafi og fjallar myndin um afmælisveislu sem Elsa hyggst halda fyrir systur sína. Áætlanirnar ganga hins vegar ekki sem skildi þegar Elsa fær heiftarlegt kvef og „óvæntir atburðir eiga sér stað“, að því er fram kemur í frétt USA Today. Þá segir leikstjóri stuttmyndarinnar, Chris Buck, að í myndinni fái áhorfendur að sjá áður óþekkta hlið á Elsu prinsessu. Lagið Let it go úr fyrri mynd Frozen varð afar vinsælt og benda fjölmiðlar ytra á að nýtt lag myndarinnar verði alveg jafn grípandi. Bæði lögin eru samin af hjónunum Robert Lopez og Kristen Anderson-Lopez. Teiknimyndin var valin teiknimynd ársins á Óskarnum á síðasta ári og er tekjuhæsta teiknimynd allra tíma. Hagnaður hefur verið gríðarlegur en vestanhafs þénaði myndin um 400 milljónir dollara í miðasölu og um 700 milljónir dollara á heimsvísu. Þá er myndin ein af tíu tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar. For The First Time In Forever, Disney Unveil New Images For FROZEN FEVER! - http://t.co/mW6NfKRDGq pic.twitter.com/EQiDPGrbdr— ScreenRelish (@ScreenRelish) February 2, 2015 Oh gosh, the new 'Frozen Forever' stills show new ADORABLE Anna/Elsa costumes!! EEEEEE!! pic.twitter.com/e3x5CfuqwQ— Lisa Lou Who (@ItsLisaLouWho) February 2, 2015 Frozen Forever #FrozenFever pic.twitter.com/UpnXeDkgdr— se-ra (@serrow4870) February 2, 2015
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fékk 100.000 fyrir Frozen Elsa drottning fékk borgað fyrir eins dags vinnu. 18. nóvember 2014 14:30 Dótturinni var ekki skemmt þegar hún fékk frosna dúkku Hress pabbi bregður á leik. 29. desember 2014 17:30 Frozen vinsælust á Facebook Disney-teiknimyndin Frozen er sú mynd sem mest var minnst á á Facebook á þessu ári, samkvæmt samfélagsmiðlinum vinsæla. 11. desember 2014 14:30 Fleiri ferðamenn til Noregs vegna Frozen Frozen er fyrir nokkru orðin tekjuhæsta teiknimynd allra tíma en myndin gerist í ævintýraheimi sem byggir útlitslega á norskri náttúru. 7. júní 2014 16:37 Brjóstahaldari innblásinn af teiknimyndinni Frozen Breytir um lit þegar hann kemst í návígi við annan brjóstahaldara af sömu gerð. 11. nóvember 2014 20:00 Hlóðu oftast niður Frozen, The Walking Dead og Fancy Google greinir frá mest niðurhalaða efni ársins í netversluninni Google Play. 12. desember 2014 10:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dótturinni var ekki skemmt þegar hún fékk frosna dúkku Hress pabbi bregður á leik. 29. desember 2014 17:30
Frozen vinsælust á Facebook Disney-teiknimyndin Frozen er sú mynd sem mest var minnst á á Facebook á þessu ári, samkvæmt samfélagsmiðlinum vinsæla. 11. desember 2014 14:30
Fleiri ferðamenn til Noregs vegna Frozen Frozen er fyrir nokkru orðin tekjuhæsta teiknimynd allra tíma en myndin gerist í ævintýraheimi sem byggir útlitslega á norskri náttúru. 7. júní 2014 16:37
Brjóstahaldari innblásinn af teiknimyndinni Frozen Breytir um lit þegar hann kemst í návígi við annan brjóstahaldara af sömu gerð. 11. nóvember 2014 20:00
Hlóðu oftast niður Frozen, The Walking Dead og Fancy Google greinir frá mest niðurhalaða efni ársins í netversluninni Google Play. 12. desember 2014 10:30