Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 11:30 Ekki amalegur pallbíll. mynd/instagramsíða Patriots Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST
NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30
Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34
Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30
Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57