Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 11:30 Ekki amalegur pallbíll. mynd/instagramsíða Patriots Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST
NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30
Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34
Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30
Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57