Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 14:30 Hafþór Júlíus Björnsson yrði frábær línumaður að mati Kristjáns. vísir/getty/eva björk/pjetur Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“ Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“
Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira