Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 40-44 | FH í úrslit eftir tvöfalda framlengingu Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2015 12:26 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/andri FH er komið í úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir sigur á Val, 44-40, í fyrri undanúrslitaleiknum sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Leikinn þurfti að framlengja tvisvar sinnum en hann var ævintýrlega spennandi og skemmtilegur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en tók að sveiflast aðeins eftir ríflega fimmtán mínútna leik þegar Valsmenn náðu forystunni. Fyrsta mark leiksins skoraði Alexander Örn Júlíusson en klukkutíma fyrir leik kastaði hann upp í upphitun Valsliðsins. Hann lét það ekkert á sig fá og skoraði í heildina fjögur mörk úr sex skotum í fyrri hálfleik. Jafnt var á öllum tölum allt þar til staðan var 8-8, en þá skoruðu FH-ingar tvö mörk í röð og komust í 10-8. Varnarleikur Vals sterkur þá og bjargaði því sem bjargað varð því Stephen Nielsen varði ekkert í markinu. Óskar Bjarni Óskarsson tók leikhlé um leið og FH komst í 10-8 og það átti heldur betur eftir að skila sér. Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð úr fimm sóknum á meðan FH-ingar klúðruðu fjórum sóknum í röð. Stígandinn var með Val og virtist sem svo að liðið væri að fara að stinga af. Ásbjörn Friðriksson var þó ekki á sama máli og skoraði tvö mörk í röð. Hann minnkaði muninn í 13-12 og fékk dauðafæri til að jafna í 13-13 en skaut í slána. Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Markvarsla Valsliðsins gaf þó enga mynd af hálfleiksstöðunni því Hlynur og Stephen vörðu aðeins fjögur skot. Marksúlurnar voru þó að þvælast fyrir FH-ingum sem skutu oftar í slá eða stöng en í markverði Vals. Alls skutu FH-ingar sex sinnum í tréverkið í fyrri hálfleik. Markverðir FH vörðu sjö skot í fyrri hálfleik eða um 35 prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Þeir fengu líka litla hjálp frá FH-vörninni sem lét skjóta yfir sig trekk í trekk. Útilína Vals; Guðmundur Hólmar, Geir Guðmundsson og Alexander Örn Júlíusson, skoraði þrettán af sextán mörkum Vals í fyrri hálfleik.vísir/andri marinóFH-ingar byrjuðu mun betur í síðari hálfleik. Þeir skoruðu þrjú mörk á móti einu og jöfnuðu leikinn aftur í 17-17. Fengu þeir framlag frá mörgum mönnum á þeim tímapunkti og var svægi yfir Hafnfirðingum. Leikurinn var áfram í járnum og þó Valsmenn næðu 2-3 marka forystu var leikurinn aftur orðinn jafn, 23-23, þegar fimmtán mínútur eftir. En þá fóru hlutirnir að gerast. Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Vals, reyndi gegnumbrot en lenti á tveimur varnarmönnum FH. Andri Berg Haraldsson var annar þeirra og fékk hann rautt spjald fyrir brot á Ómari. Dómurinn virkaði alveg glórulaus og trylltist Andri sem reyndi að komast að Bjarka Bóassyni, dómara. Andravar haldið og fór hann á endanum af velli með látum. Valsmenn nýttu sér liðsmuninn, skoruðu fjögur mörk á móti einu og komust í 28-24 og 30-26. Hlíðarendapiltar virtust vera að sigla þessu í höfn en FH-ingar gáfu ekkert eftir og voru búnir að minnka muninn í eitt mark, 30-29, þegar fjórar mínútur voru eftir. Spennan var óbærileg en Valur fór í sókn, 32-31, yfir. FH spilaði maður á mann og kastaði Kári Kristján boltanum í hendur FH-inga. Það varð til þess að Ísak Rafnsson skoraði með skoti sem fór af vörninni og inn um leið og tíminn rann út. Framlenging. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Kári átti eftir að gera afdrifarík mistök. Mikið var skorað í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Alls skoruðu bæði lið fjögur mörk hvort. Átta mörk úr tíu sóknum. Staðan áfram jöfn, 36-36.vísir/andri marinóDramatíkinni var langt því frá lokið. Valsmenn fengu vítakast í stöðunni 38-37 þegar 40 sekúndur voru eftir og gátu klárað leikinn. Kári Kristján lét Ágúst Elí verja frá sér en Valsmenn héldu boltanum samt sem áður. Guðmundur Hólmar reyndi skot þegar "of mikið" var eftir og aftur varði Ágúst. Þá gerði Ísak bara það sama og undir lok venjulegs leiktíma hinum meginn. Hann tók skotið þegar tvær sekúndur voru eftir og skoraði aftur. En að þessu sinni fékk hann högg frá Guðmundi Hólmari Helgasyni sem fékk rautt fyrir vikið og var rekinn af velli. Staðan 38-38 og aftur þurfti að framlengja. Í seinni framlengingunni voru FH-ingar mun sterkari og munaði mikið um framlag Ágústar Elí í markinu sem varði allt hvað af tók og gerði Valsmönnum lífið leitt. Hinum megin héldu Ásbjörn og Ísak áfram að raða inn mörkum og þegar þrjár mínútur voru eftir kom Ásbjörn FH í 42-39. Valsmenn voru þá búnir á því og lokatölur, 44-40, í ótrúlegum handboltaleik. Valsmönnum gekk illa að leysa framarlega vörn FH eftir að Guðmundur Hólmar fór út af og má kalla brottvísun hans vendipunkt. Þó verður ekkert tekið af FH-liðinu sem spilaði frábærlega undir lokin og sýndi ótrúlegan karakter. Ásbörn og Ísak skoruðu samtals 25 mörk, en Ásbjörn skoraði 14 mörk úr 21 skoti. Geir Guðmundsson var markahæstur Valsmanna með 10 skot.vísir/andri marinóÍsak: Djöfull var þetta sætt! "Við vorum ekki að fara að tapa aftur fyrir Val, það kom bara ekki til greina," sagði sigurreifur Ísak Rafnsson, stórskytta FH, við Vísi eftir leikinn. Valsmenn unnu tvo deildarleiki gegn FH með fjögurra daga millibili fyrr í mánuðinu, en nú voru það Hafnfirðingarnir sem höfðu betur. "Það sást bara inn á vellinum hvað við vorum hungraðir. Sama hversu mikið við lentum undir þá komum við alltaf til baka. Djöfull var þetta sætt!" FH lenti 30-26 undir og missti Andra Berg Haraldsson af velli, en kom engu að síður til baka og tryggði sér sigurinn. "Við pældum ekkert í því þó Andri væri farinn út af. Það kemur bara maður í manns stað. Við erum búnir að vera með forföll í vetur en það virðist enginn þurfa að fjalla um það. Svo meiðast einhverjir leikmenn hjá Val og þá er það ástæðan fyrir því að þeir unnu okkur ekki stærra um daginn. Nú voru allir með hjá Val en við vinnum þá. Hvað segir það um okkur?" spurði Ísak ákveðinn. "Valur er auðvitað með frábært handboltalið en við erum það líka. Það gleymist stundum í umræðunni." Nú spiluðu FH-ingar 80 mínútur af hröðum handbolta og eiga úrslitaleik á morgun. Verða þeir ekkert þreyttir á morgun? "Það er bara betra. Þá er styttra í leikinn á morgun," sagði Ísak Rafnsson.vísir/andri marinóHalldór Jóhann: Viljum vinna þennan bikar "Það eru ekkert rosalega mörg lýsingarorð sem ég á yfir strákana. Ég er rosalega stoltur," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. "Þetta gat fallið báðu megin en þetta var stöngin inn hjá okkur en stöngin út hjá þeim. Valur er besta liðið á landinu en með seiglu og taktísku skipulagi náðum við að klára þetta. Það var geðveikur vilji í liðinu sem skein allan tímann." Þrátt fyrir að klára besta lið landsins í tvöfaldri framlengingu var Halldór Jóhann pollrólegur eftir leik. Það var eins og hann hefði verið að klára einn þátt af Fortitude á RÚV. "Ég er nú rólegur maður að eðlisfari þó ég æsi mig á bekknum. Þetta er ákveðin hindrun sem við erum að fara í gegnum. Það er úrslitaleikur á morgun - við höfum ekki unnið neitt. Það man enginn hver lendir í öðru sæti í bikarnum þannig við þurfum að koma okkur niður og vinna leikinn á morgun," sagði Halldór. "Við viljum vinna þennan bikar og munum gera allt til að vinna úrslitaleikinn á morgun."vísir/andri marinóÓskar Bjarni: Ekki sigurvegara líkt "Þessi var sá leiðinlegasti," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn aðspurður um alla spennuleikina sem hann hefur spilað í og þjálfað. "Ég held þetta sé fyrsta framlengingin sem ég tapa í tíu ár. Það má grafa þetta upp," bætti hann við. Óskar Bjarni tók tapið að hluta til á sig. Honum fannst hann eiga að breyta fyrr til í varnarleiknum. "Ég hefði kannski átt að breyta í 3-2-1 því vörnin var orðin svolítið "passív". Þegar svona hlutir eru að gerast á þjálfarinn að grípa inn í þannig ég er svekktari út í mig í annað," sagði Óskar. "Við töpum þessu bara sjálfir. Við fáum tækifæri til að klára þetta í venjulegum leiktíma." Nokkrir leikmenn Vals voru veikir fyrir leikinn og þá ældi Alexander Örn Júlíusson skömmu fyrir leik. "Alexander var ælandi fyrir leik og Kári er búinn að vera veikur alla vikuna þannig maður getur alltaf verið með einhverjar afsakanir. Finnur var líka veikur í fyrradag og í gær. En ég er með menn á bekknum sem geta komið inn á," sagði Óskar Bjarni. "Það var meiri orka í FH-ingum í framlengingunni og við vorum meira að svekkja okkur á því að vera fara í framlengingu. Við vorum líka að svekkja okkur á einstaka hlutum í leiknum sem ég er ekki ánægður með. Það er ekki sigurvegara líkt. Menn voru of mikið að líta um öxl í staðinn fyrir að horfa bara fram veginn." Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
FH er komið í úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir sigur á Val, 44-40, í fyrri undanúrslitaleiknum sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Leikinn þurfti að framlengja tvisvar sinnum en hann var ævintýrlega spennandi og skemmtilegur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en tók að sveiflast aðeins eftir ríflega fimmtán mínútna leik þegar Valsmenn náðu forystunni. Fyrsta mark leiksins skoraði Alexander Örn Júlíusson en klukkutíma fyrir leik kastaði hann upp í upphitun Valsliðsins. Hann lét það ekkert á sig fá og skoraði í heildina fjögur mörk úr sex skotum í fyrri hálfleik. Jafnt var á öllum tölum allt þar til staðan var 8-8, en þá skoruðu FH-ingar tvö mörk í röð og komust í 10-8. Varnarleikur Vals sterkur þá og bjargaði því sem bjargað varð því Stephen Nielsen varði ekkert í markinu. Óskar Bjarni Óskarsson tók leikhlé um leið og FH komst í 10-8 og það átti heldur betur eftir að skila sér. Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð úr fimm sóknum á meðan FH-ingar klúðruðu fjórum sóknum í röð. Stígandinn var með Val og virtist sem svo að liðið væri að fara að stinga af. Ásbjörn Friðriksson var þó ekki á sama máli og skoraði tvö mörk í röð. Hann minnkaði muninn í 13-12 og fékk dauðafæri til að jafna í 13-13 en skaut í slána. Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Markvarsla Valsliðsins gaf þó enga mynd af hálfleiksstöðunni því Hlynur og Stephen vörðu aðeins fjögur skot. Marksúlurnar voru þó að þvælast fyrir FH-ingum sem skutu oftar í slá eða stöng en í markverði Vals. Alls skutu FH-ingar sex sinnum í tréverkið í fyrri hálfleik. Markverðir FH vörðu sjö skot í fyrri hálfleik eða um 35 prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Þeir fengu líka litla hjálp frá FH-vörninni sem lét skjóta yfir sig trekk í trekk. Útilína Vals; Guðmundur Hólmar, Geir Guðmundsson og Alexander Örn Júlíusson, skoraði þrettán af sextán mörkum Vals í fyrri hálfleik.vísir/andri marinóFH-ingar byrjuðu mun betur í síðari hálfleik. Þeir skoruðu þrjú mörk á móti einu og jöfnuðu leikinn aftur í 17-17. Fengu þeir framlag frá mörgum mönnum á þeim tímapunkti og var svægi yfir Hafnfirðingum. Leikurinn var áfram í járnum og þó Valsmenn næðu 2-3 marka forystu var leikurinn aftur orðinn jafn, 23-23, þegar fimmtán mínútur eftir. En þá fóru hlutirnir að gerast. Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Vals, reyndi gegnumbrot en lenti á tveimur varnarmönnum FH. Andri Berg Haraldsson var annar þeirra og fékk hann rautt spjald fyrir brot á Ómari. Dómurinn virkaði alveg glórulaus og trylltist Andri sem reyndi að komast að Bjarka Bóassyni, dómara. Andravar haldið og fór hann á endanum af velli með látum. Valsmenn nýttu sér liðsmuninn, skoruðu fjögur mörk á móti einu og komust í 28-24 og 30-26. Hlíðarendapiltar virtust vera að sigla þessu í höfn en FH-ingar gáfu ekkert eftir og voru búnir að minnka muninn í eitt mark, 30-29, þegar fjórar mínútur voru eftir. Spennan var óbærileg en Valur fór í sókn, 32-31, yfir. FH spilaði maður á mann og kastaði Kári Kristján boltanum í hendur FH-inga. Það varð til þess að Ísak Rafnsson skoraði með skoti sem fór af vörninni og inn um leið og tíminn rann út. Framlenging. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Kári átti eftir að gera afdrifarík mistök. Mikið var skorað í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Alls skoruðu bæði lið fjögur mörk hvort. Átta mörk úr tíu sóknum. Staðan áfram jöfn, 36-36.vísir/andri marinóDramatíkinni var langt því frá lokið. Valsmenn fengu vítakast í stöðunni 38-37 þegar 40 sekúndur voru eftir og gátu klárað leikinn. Kári Kristján lét Ágúst Elí verja frá sér en Valsmenn héldu boltanum samt sem áður. Guðmundur Hólmar reyndi skot þegar "of mikið" var eftir og aftur varði Ágúst. Þá gerði Ísak bara það sama og undir lok venjulegs leiktíma hinum meginn. Hann tók skotið þegar tvær sekúndur voru eftir og skoraði aftur. En að þessu sinni fékk hann högg frá Guðmundi Hólmari Helgasyni sem fékk rautt fyrir vikið og var rekinn af velli. Staðan 38-38 og aftur þurfti að framlengja. Í seinni framlengingunni voru FH-ingar mun sterkari og munaði mikið um framlag Ágústar Elí í markinu sem varði allt hvað af tók og gerði Valsmönnum lífið leitt. Hinum megin héldu Ásbjörn og Ísak áfram að raða inn mörkum og þegar þrjár mínútur voru eftir kom Ásbjörn FH í 42-39. Valsmenn voru þá búnir á því og lokatölur, 44-40, í ótrúlegum handboltaleik. Valsmönnum gekk illa að leysa framarlega vörn FH eftir að Guðmundur Hólmar fór út af og má kalla brottvísun hans vendipunkt. Þó verður ekkert tekið af FH-liðinu sem spilaði frábærlega undir lokin og sýndi ótrúlegan karakter. Ásbörn og Ísak skoruðu samtals 25 mörk, en Ásbjörn skoraði 14 mörk úr 21 skoti. Geir Guðmundsson var markahæstur Valsmanna með 10 skot.vísir/andri marinóÍsak: Djöfull var þetta sætt! "Við vorum ekki að fara að tapa aftur fyrir Val, það kom bara ekki til greina," sagði sigurreifur Ísak Rafnsson, stórskytta FH, við Vísi eftir leikinn. Valsmenn unnu tvo deildarleiki gegn FH með fjögurra daga millibili fyrr í mánuðinu, en nú voru það Hafnfirðingarnir sem höfðu betur. "Það sást bara inn á vellinum hvað við vorum hungraðir. Sama hversu mikið við lentum undir þá komum við alltaf til baka. Djöfull var þetta sætt!" FH lenti 30-26 undir og missti Andra Berg Haraldsson af velli, en kom engu að síður til baka og tryggði sér sigurinn. "Við pældum ekkert í því þó Andri væri farinn út af. Það kemur bara maður í manns stað. Við erum búnir að vera með forföll í vetur en það virðist enginn þurfa að fjalla um það. Svo meiðast einhverjir leikmenn hjá Val og þá er það ástæðan fyrir því að þeir unnu okkur ekki stærra um daginn. Nú voru allir með hjá Val en við vinnum þá. Hvað segir það um okkur?" spurði Ísak ákveðinn. "Valur er auðvitað með frábært handboltalið en við erum það líka. Það gleymist stundum í umræðunni." Nú spiluðu FH-ingar 80 mínútur af hröðum handbolta og eiga úrslitaleik á morgun. Verða þeir ekkert þreyttir á morgun? "Það er bara betra. Þá er styttra í leikinn á morgun," sagði Ísak Rafnsson.vísir/andri marinóHalldór Jóhann: Viljum vinna þennan bikar "Það eru ekkert rosalega mörg lýsingarorð sem ég á yfir strákana. Ég er rosalega stoltur," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. "Þetta gat fallið báðu megin en þetta var stöngin inn hjá okkur en stöngin út hjá þeim. Valur er besta liðið á landinu en með seiglu og taktísku skipulagi náðum við að klára þetta. Það var geðveikur vilji í liðinu sem skein allan tímann." Þrátt fyrir að klára besta lið landsins í tvöfaldri framlengingu var Halldór Jóhann pollrólegur eftir leik. Það var eins og hann hefði verið að klára einn þátt af Fortitude á RÚV. "Ég er nú rólegur maður að eðlisfari þó ég æsi mig á bekknum. Þetta er ákveðin hindrun sem við erum að fara í gegnum. Það er úrslitaleikur á morgun - við höfum ekki unnið neitt. Það man enginn hver lendir í öðru sæti í bikarnum þannig við þurfum að koma okkur niður og vinna leikinn á morgun," sagði Halldór. "Við viljum vinna þennan bikar og munum gera allt til að vinna úrslitaleikinn á morgun."vísir/andri marinóÓskar Bjarni: Ekki sigurvegara líkt "Þessi var sá leiðinlegasti," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn aðspurður um alla spennuleikina sem hann hefur spilað í og þjálfað. "Ég held þetta sé fyrsta framlengingin sem ég tapa í tíu ár. Það má grafa þetta upp," bætti hann við. Óskar Bjarni tók tapið að hluta til á sig. Honum fannst hann eiga að breyta fyrr til í varnarleiknum. "Ég hefði kannski átt að breyta í 3-2-1 því vörnin var orðin svolítið "passív". Þegar svona hlutir eru að gerast á þjálfarinn að grípa inn í þannig ég er svekktari út í mig í annað," sagði Óskar. "Við töpum þessu bara sjálfir. Við fáum tækifæri til að klára þetta í venjulegum leiktíma." Nokkrir leikmenn Vals voru veikir fyrir leikinn og þá ældi Alexander Örn Júlíusson skömmu fyrir leik. "Alexander var ælandi fyrir leik og Kári er búinn að vera veikur alla vikuna þannig maður getur alltaf verið með einhverjar afsakanir. Finnur var líka veikur í fyrradag og í gær. En ég er með menn á bekknum sem geta komið inn á," sagði Óskar Bjarni. "Það var meiri orka í FH-ingum í framlengingunni og við vorum meira að svekkja okkur á því að vera fara í framlengingu. Við vorum líka að svekkja okkur á einstaka hlutum í leiknum sem ég er ekki ánægður með. Það er ekki sigurvegara líkt. Menn voru of mikið að líta um öxl í staðinn fyrir að horfa bara fram veginn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira