Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 10:00 Pálína, til hægri, verður í eldínunni gegn Keflavík í kvöld. Vísir/Stefán „Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
„Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira