Varnaðarorð varðandi sólmyrkvann Guðrún J. Guðmundsdóttir skrifar 17. mars 2015 21:17 Það hefur varla farið fram hjá neinum að tækifæri gefst til að horfa á sólmyrkva í vikulokin ef veður leyfir. Að mínu viti hefur ekki verið lögð nærri nógu mikil áhersla á hættuna sem er því samfara að horfa á sólmyrkva án sérstakra sólmyrkvagleraugna. Að vísu hafa öll grunnskólabörn fengið afhent slík gleraugu og öðrum gefst kostur á að kaupa þau á völdum stöðum. Viss hætta hlýtur samt að vera á því að einhverjir sem ekki hafa náð að útvega sér gleraugun í tæka tíð freistist til að kíkja aðeins á þetta margumrædda fyrirbæri og hvað með leikskólabörnin sem ef til vill eru úti að leik á meðan á sólmyrkvanum stendur? Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er að segja í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins með tilheyrandi sjónskerðingu. Til eru vægari útgáfur af augnbotnaskemmdum sem eru að vissu marki afturkræfar en oft verður þessi blindi blettur varanlegur og getur verið misstór, allt frá því að einn og einn stafur detti út úr orðum upp í algjört tap á lestrarsjón og skarpri sjón augans. Undirrituð hefur starfað sem augnlæknir á Vesturlandi í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hafa sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi, misstórir. Eftir hvern sólmyrkva sem sést hefur á þessu svæði hef ég séð minnst einn einstakling með varanlega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbúnaðar og hlýtur að mega gera ráð fyrir að þó nokkrir einstaklingar hafi hlotið augnskaða á landinu öllu. Ég vil því vara alla við að horfa á sólmyrkvann án tilskilins hlífðarbúnaðar. Það skal tekið fram að venjuleg sólgleraugu veita enga vörn í þessu tilfelli og því síður þrívíddargleraugu. Leikskólakennurum vil ég ráðleggja að halda börnunum inni á meðan á sólmyrkvanum stendur og sérstaklega vil ég beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun. Það þarf ekki að horfa á sólina í langan tíma til að valda óbætanlegum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að tækifæri gefst til að horfa á sólmyrkva í vikulokin ef veður leyfir. Að mínu viti hefur ekki verið lögð nærri nógu mikil áhersla á hættuna sem er því samfara að horfa á sólmyrkva án sérstakra sólmyrkvagleraugna. Að vísu hafa öll grunnskólabörn fengið afhent slík gleraugu og öðrum gefst kostur á að kaupa þau á völdum stöðum. Viss hætta hlýtur samt að vera á því að einhverjir sem ekki hafa náð að útvega sér gleraugun í tæka tíð freistist til að kíkja aðeins á þetta margumrædda fyrirbæri og hvað með leikskólabörnin sem ef til vill eru úti að leik á meðan á sólmyrkvanum stendur? Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er að segja í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins með tilheyrandi sjónskerðingu. Til eru vægari útgáfur af augnbotnaskemmdum sem eru að vissu marki afturkræfar en oft verður þessi blindi blettur varanlegur og getur verið misstór, allt frá því að einn og einn stafur detti út úr orðum upp í algjört tap á lestrarsjón og skarpri sjón augans. Undirrituð hefur starfað sem augnlæknir á Vesturlandi í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hafa sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi, misstórir. Eftir hvern sólmyrkva sem sést hefur á þessu svæði hef ég séð minnst einn einstakling með varanlega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbúnaðar og hlýtur að mega gera ráð fyrir að þó nokkrir einstaklingar hafi hlotið augnskaða á landinu öllu. Ég vil því vara alla við að horfa á sólmyrkvann án tilskilins hlífðarbúnaðar. Það skal tekið fram að venjuleg sólgleraugu veita enga vörn í þessu tilfelli og því síður þrívíddargleraugu. Leikskólakennurum vil ég ráðleggja að halda börnunum inni á meðan á sólmyrkvanum stendur og sérstaklega vil ég beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun. Það þarf ekki að horfa á sólina í langan tíma til að valda óbætanlegum skaða.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun