Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 09:55 Skjáskot úr myndbandinu sem Þórarinn Jónsson birti. „Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
„Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57
Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18