Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 09:55 Skjáskot úr myndbandinu sem Þórarinn Jónsson birti. „Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57
Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18