Friðrik mátaði umdeildan forseta FIDE Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 19:37 Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira