Nexpo 2015: Plain Vanilla sprotafyrirtæki ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 15:54 Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015. Game of Thrones Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015.
Game of Thrones Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira