Síðustu mínútur flugsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2015 11:30 Fjallshlíðin þar sem vélin brotlenti er mjög brött og gerir það starf björgunarmanna erfitt. Vísir/EPA Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 150 létust í brotlendingunni, þar af sex áhafnarmeðlimir. Erlendir miðlar hafa púslað saman síðustu mínútum flugsins út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Vélinni var flogið af stað frá Barcelona klukkan 9:01 á þriðjudaginn og stefnan sett á Düsseldorf í Þýskalandi. Langflestir farþegar vélarinnar, alls 71, voru frá Þýskalandi, 48 voru frá Spáni, þrír frá Argentínu, þrír frá Ameríku, tveir frá frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi, tveir frá Kólumbíu og tveir frá Íran. Þar að auki voru einstaklingar frá öðrum löndum. Síðustu samskipti flugumferðarstjórnar við flugvélina voru klukkan 09:30. Á þeim tímapunkti virtist allt vera á réttu róli, samkvæmt BBC. Mínútu seinna fór vélin að lækka flugið. Saksóknarinn Brice Robin sagði í gær að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hefðu samræður flugmannanna verið eðlilegar. Hins vegar sagði hann að þegar flugstjórinn fór að tala um lendingarferlið hafi svör aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubitz orðið stutt og reiðileg. Skömmu seinna stóð flugstjórinn upp til þess að fara á klósettið og bað Lubitz um að taka við stjórninni. Þá má heyra hurð lokast og aðstoðarflugmaðurinn var einn í flugstjórnarklefanum. Mun hann þá hafa breytt stillingum vélarinnar svo hún fór að lækka flugið. „Breytingin á hæðarstillingunni getur einungis hafa verið vísvitandi,“ sagði Robin. Samkvæmt gagnagreiningu starfsmanna Flightradar24 var hæðarstillingu sjálfsstýringarinnar breytt úr 38 þúsund fetum í hundrað. Analysis of Flightradar24 ADS-B/ModeS data: Autopilot was manually changed from 38,000 to 100 ft at 09:30:55 #4U9525 pic.twitter.com/YKZKPxMnm7— Flightradar24 (@flightradar24) March 26, 2015 Starfsmenn flugumferðarstjórnar reyndu að ná sambandi við vélina þegar þeir sáu hæðarbreytingarnar, en fengu engin svör. Um klukkan 09:35 bankaði flugstjórinn á dyr flugstjórnarklefans og bað um að vera hleypt inn. Honum var heldur ekki svarað og reyndi hann þá að slá inn neyðarnúmer til opna dyrnar. Þegar númerið er slegið inn er 30 sekúndna tímabil þar sem mögulegt er að koma í veg fyrir opnun dyranna úr flugstjórnarklefanum. Þegar dyrnar opnuðust ekki eftir þessar 30 sekúndur byrjaði flugstjórinn að berja harðar á hurðina og og biðja Lubitz um að hleypa sér inn. Meðal annars notaði hann öxi til að reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Andardráttur aðstoðarflugmannsins heyrist á upptökunum og hefur honum verið lýst sem eðlilegum. Hann sendi ekki út nein neyðarskilaboð, né sagði hann stakt orð. Á undir tíu mínútum brotlenti flugvélin í Ölpunum, en hún flaug á fjall á um 700 kílómetra hraða. Undir lok myndbandsins heyrast öskur farþeganna á upptökunni, en Robin telur að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast fyrr en í blálokin. Flugumferðarstjórn missti radarsamband við vélina klukkan 09:40:47 og þá var vélin í 6.175 feta hæð. #INFOGRAPHIC Precedents of pilots downing their planes pic.twitter.com/25gtCGysea— Agence France-Presse (@AFP) March 27, 2015 Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 150 létust í brotlendingunni, þar af sex áhafnarmeðlimir. Erlendir miðlar hafa púslað saman síðustu mínútum flugsins út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Vélinni var flogið af stað frá Barcelona klukkan 9:01 á þriðjudaginn og stefnan sett á Düsseldorf í Þýskalandi. Langflestir farþegar vélarinnar, alls 71, voru frá Þýskalandi, 48 voru frá Spáni, þrír frá Argentínu, þrír frá Ameríku, tveir frá frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi, tveir frá Kólumbíu og tveir frá Íran. Þar að auki voru einstaklingar frá öðrum löndum. Síðustu samskipti flugumferðarstjórnar við flugvélina voru klukkan 09:30. Á þeim tímapunkti virtist allt vera á réttu róli, samkvæmt BBC. Mínútu seinna fór vélin að lækka flugið. Saksóknarinn Brice Robin sagði í gær að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hefðu samræður flugmannanna verið eðlilegar. Hins vegar sagði hann að þegar flugstjórinn fór að tala um lendingarferlið hafi svör aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubitz orðið stutt og reiðileg. Skömmu seinna stóð flugstjórinn upp til þess að fara á klósettið og bað Lubitz um að taka við stjórninni. Þá má heyra hurð lokast og aðstoðarflugmaðurinn var einn í flugstjórnarklefanum. Mun hann þá hafa breytt stillingum vélarinnar svo hún fór að lækka flugið. „Breytingin á hæðarstillingunni getur einungis hafa verið vísvitandi,“ sagði Robin. Samkvæmt gagnagreiningu starfsmanna Flightradar24 var hæðarstillingu sjálfsstýringarinnar breytt úr 38 þúsund fetum í hundrað. Analysis of Flightradar24 ADS-B/ModeS data: Autopilot was manually changed from 38,000 to 100 ft at 09:30:55 #4U9525 pic.twitter.com/YKZKPxMnm7— Flightradar24 (@flightradar24) March 26, 2015 Starfsmenn flugumferðarstjórnar reyndu að ná sambandi við vélina þegar þeir sáu hæðarbreytingarnar, en fengu engin svör. Um klukkan 09:35 bankaði flugstjórinn á dyr flugstjórnarklefans og bað um að vera hleypt inn. Honum var heldur ekki svarað og reyndi hann þá að slá inn neyðarnúmer til opna dyrnar. Þegar númerið er slegið inn er 30 sekúndna tímabil þar sem mögulegt er að koma í veg fyrir opnun dyranna úr flugstjórnarklefanum. Þegar dyrnar opnuðust ekki eftir þessar 30 sekúndur byrjaði flugstjórinn að berja harðar á hurðina og og biðja Lubitz um að hleypa sér inn. Meðal annars notaði hann öxi til að reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Andardráttur aðstoðarflugmannsins heyrist á upptökunum og hefur honum verið lýst sem eðlilegum. Hann sendi ekki út nein neyðarskilaboð, né sagði hann stakt orð. Á undir tíu mínútum brotlenti flugvélin í Ölpunum, en hún flaug á fjall á um 700 kílómetra hraða. Undir lok myndbandsins heyrast öskur farþeganna á upptökunni, en Robin telur að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast fyrr en í blálokin. Flugumferðarstjórn missti radarsamband við vélina klukkan 09:40:47 og þá var vélin í 6.175 feta hæð. #INFOGRAPHIC Precedents of pilots downing their planes pic.twitter.com/25gtCGysea— Agence France-Presse (@AFP) March 27, 2015
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21
Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49
Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06