Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2015 21:00 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. Sömu einstaklingar sitja allir enn á þingi fyrir Samfylkinguna, sem samþykkti um helgina að stefna í þveröfuga átt. Forsaga málsins var rifjuð upp í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þótt Alþingi hafi markað stefnuna með lögum um kolvetni árið 2001 var það iðnaðarráðherrann Össur sem hratt olíuleitinni af stað í Orkustofnun með fyrsta útboðinu í janúar 2009. „Þetta er einn af sóknarfleygunum inn í framtíðina,“ sagði hann við það tækifæri og fundaði um sama leyti með íbúum á Vopnafirði og Þórshöfn um þjónustumiðstöð. „Ég er kominn hingað til þess að segja heimamönnum það að ég sé bjartsýnn og að ég leggi kapp á að menn ráðist í þetta og ég muni styðja þessa viðleitni til að byggja þessa þjónustumiðstöð hér,“ sagði Össur á tröppum félagsheimilisins á Vopnafirði. Þegar umhverfisráðherrann Kolbrún Halldórsdóttir vildi hætta við, og Steingrímur J. Sigfússon var í vandræðum með að útskýra hvort ákvörðun um að leyfa olíuleit væri jafnframt ákvörðun um að leyfa olíuvinnslu, var svar Össurar: „Menn fara ekki í það að bjóða út leyfi, sem fyrirtæki á alþjóðavísu væntanlega taka upp og hyggjast eyða tugum, jafnvel hundruð milljarða í að leita að olíu þarna á mjög erfiðu svæði, til að segja síðan við þau: Nei, heyrðu. Þetta var allt saman grín. Við vorum bara svona að skoða þetta. Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Júlíusdóttir var tekin við olíumálunum í iðnaðarráðuneytinu þegar fyrstu umsóknir voru opnaðar í maí 2009 og þá var ekkert hik: „Við höldum áfram alveg ótrauð í þessum leiðangri og auðvitað munum við gæta ítrustu umhverfiskrafna,“ sagði Katrín. Oddný Harðardóttir var þriðji iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar sem fylgdi málinu eftir, sat meðal annars ráðstefnu olíumálaráðherra og olíuforstjóra um olíuleit á Norðurslóðum, og fagnaði svo umsóknum í útboði númer tvö í apríl 2012. Hún sagði mörg tækifæri fylgja olíurannsóknum og olíuvinnslu, bæði uppbygging og atvinna. Steingrímur J. Sigfússon var iðnaðarráðherra þegar fyrstu sérleyfin voru afhent í janúar 2013. Hann varði olíuleitina á alþjóðavettvangi, sagði til dæmis erlendum fréttamönnum á Norðurslóðaráðstefnu í Tromsö í sama mánuði að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. Össur sem utanríkisráðherra beitti áfram áhrifum sínum, skálaði við olíumálaráðherra, en kannski gætu vegið þyngst samskiptin við Kínverja. Sex vikum eftir fræga Kínaheimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Össurar í apríl 2013, með undirritun fríverslunarsamnings, var tilkynnt að kínverskt ríkisolíufélag myndi leiða olíuleitina á Drekasvæðinu. Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Samfylkingin Tengdar fréttir Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Tveir hópar olíufélaga á Drekasvæðið í sumar Kanadíska olíufélagið Ithaca hefur ákveðið að senda rannsóknarskip á Drekasvæðið til endurvarpsmælinga í sumar. Kínverska félagið CNOOC hefur einnig staðfest sömu áform. 19. mars 2015 21:15 Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30 Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. 23. apríl 2009 18:44 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 WSJ: Íslensk stjórnvöld buðu CNOOC aðild að Drekasvæðinu Í frétt í Wall Street Journal um þátttöku kínverska ríkisolíufyrirtækisins CNOOC í olíuleit á Dreaksvæðinu segir að íslensk stjórnvöld og Eykon Energy hafi boðið CNOOC að vera með í leitinni. 6. júní 2013 09:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. Sömu einstaklingar sitja allir enn á þingi fyrir Samfylkinguna, sem samþykkti um helgina að stefna í þveröfuga átt. Forsaga málsins var rifjuð upp í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þótt Alþingi hafi markað stefnuna með lögum um kolvetni árið 2001 var það iðnaðarráðherrann Össur sem hratt olíuleitinni af stað í Orkustofnun með fyrsta útboðinu í janúar 2009. „Þetta er einn af sóknarfleygunum inn í framtíðina,“ sagði hann við það tækifæri og fundaði um sama leyti með íbúum á Vopnafirði og Þórshöfn um þjónustumiðstöð. „Ég er kominn hingað til þess að segja heimamönnum það að ég sé bjartsýnn og að ég leggi kapp á að menn ráðist í þetta og ég muni styðja þessa viðleitni til að byggja þessa þjónustumiðstöð hér,“ sagði Össur á tröppum félagsheimilisins á Vopnafirði. Þegar umhverfisráðherrann Kolbrún Halldórsdóttir vildi hætta við, og Steingrímur J. Sigfússon var í vandræðum með að útskýra hvort ákvörðun um að leyfa olíuleit væri jafnframt ákvörðun um að leyfa olíuvinnslu, var svar Össurar: „Menn fara ekki í það að bjóða út leyfi, sem fyrirtæki á alþjóðavísu væntanlega taka upp og hyggjast eyða tugum, jafnvel hundruð milljarða í að leita að olíu þarna á mjög erfiðu svæði, til að segja síðan við þau: Nei, heyrðu. Þetta var allt saman grín. Við vorum bara svona að skoða þetta. Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Júlíusdóttir var tekin við olíumálunum í iðnaðarráðuneytinu þegar fyrstu umsóknir voru opnaðar í maí 2009 og þá var ekkert hik: „Við höldum áfram alveg ótrauð í þessum leiðangri og auðvitað munum við gæta ítrustu umhverfiskrafna,“ sagði Katrín. Oddný Harðardóttir var þriðji iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar sem fylgdi málinu eftir, sat meðal annars ráðstefnu olíumálaráðherra og olíuforstjóra um olíuleit á Norðurslóðum, og fagnaði svo umsóknum í útboði númer tvö í apríl 2012. Hún sagði mörg tækifæri fylgja olíurannsóknum og olíuvinnslu, bæði uppbygging og atvinna. Steingrímur J. Sigfússon var iðnaðarráðherra þegar fyrstu sérleyfin voru afhent í janúar 2013. Hann varði olíuleitina á alþjóðavettvangi, sagði til dæmis erlendum fréttamönnum á Norðurslóðaráðstefnu í Tromsö í sama mánuði að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. Össur sem utanríkisráðherra beitti áfram áhrifum sínum, skálaði við olíumálaráðherra, en kannski gætu vegið þyngst samskiptin við Kínverja. Sex vikum eftir fræga Kínaheimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Össurar í apríl 2013, með undirritun fríverslunarsamnings, var tilkynnt að kínverskt ríkisolíufélag myndi leiða olíuleitina á Drekasvæðinu.
Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Samfylkingin Tengdar fréttir Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Tveir hópar olíufélaga á Drekasvæðið í sumar Kanadíska olíufélagið Ithaca hefur ákveðið að senda rannsóknarskip á Drekasvæðið til endurvarpsmælinga í sumar. Kínverska félagið CNOOC hefur einnig staðfest sömu áform. 19. mars 2015 21:15 Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30 Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. 23. apríl 2009 18:44 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 WSJ: Íslensk stjórnvöld buðu CNOOC aðild að Drekasvæðinu Í frétt í Wall Street Journal um þátttöku kínverska ríkisolíufyrirtækisins CNOOC í olíuleit á Dreaksvæðinu segir að íslensk stjórnvöld og Eykon Energy hafi boðið CNOOC að vera með í leitinni. 6. júní 2013 09:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45
Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02
Tveir hópar olíufélaga á Drekasvæðið í sumar Kanadíska olíufélagið Ithaca hefur ákveðið að senda rannsóknarskip á Drekasvæðið til endurvarpsmælinga í sumar. Kínverska félagið CNOOC hefur einnig staðfest sömu áform. 19. mars 2015 21:15
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07
Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30
Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. 23. apríl 2009 18:44
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00
WSJ: Íslensk stjórnvöld buðu CNOOC aðild að Drekasvæðinu Í frétt í Wall Street Journal um þátttöku kínverska ríkisolíufyrirtækisins CNOOC í olíuleit á Dreaksvæðinu segir að íslensk stjórnvöld og Eykon Energy hafi boðið CNOOC að vera með í leitinni. 6. júní 2013 09:02