Mengun yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkutíma Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Mikil mengun hefur mælst í hrauninu og í gígnum eftir að gosinu lauk. Mynd/Ármann Höskuldsson Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm
Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira