Sport

„Fall er fararheill“

Telma Tómasson skrifar
Úrslit urðu óvænt í móti í skeiðgreinum í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fór í Víðidalnum um liðna helgi.

Þegar Íslandsmeistarinn í 150 m skeiði, Teitur Árnason, ætlaði að leggja allt undir í síðari spretti, rann hestur hans, Tumi frá Borgarhóli, í startbásnum og datt. Var draumurinn um gull í greininni þar með úti, því Sigurbjörn Bárðarson á Fróða frá Laugabóli hafði þá þegar farið 150 metrana á 14,79 sekúndum sem reyndist vera besti tíminn.

„Fall er fararheill,“ sagði Teitur eftir byltuna afdrifaríku og lét deigan ekki síga. Reyndist Teitur sannspár, því hann gerði sér lítið fyrir og hirti efsta sætið af Gullbirninum í gæðingaskeiðinu, sem var síðari keppnisgreinin, með einkunnina 7,75.

Myndbandið sýnir spretti knapanna sem voru í þremur efstu sætum í 150 m skeiði og gæðingaskeiði, og byltuna afdrifaríku. 

Úrslit 150 metra skeið

   
Röð

Knapi

Hestur

 Fyrri sprettur

Seinni sprettur

Betri tíminn

1

Sigurbjörn Bárðarson 

Fróði frá Laugabóli

 1000

14,79

14,79

2

Bjarni Bjarnason

Hera frá Þórodddsstöðum

 14,84

1000

14,84

3

Teitur Árnason

Tumi frá Borgarhóli

 14,94

1000

14,94

4

Guðmundur Björgvinsson

Gjálp frá Ytra-Dalsgerði

 15,78

15,02

15,02

5

Guðmar Þór Pétursson

Ör frá Eyri

 1000

15,03

15,03

       


Úrslit gæðingaskeið

1. Teitur Árnason, Tumi frá Borgarhóli, 7,75  

2. Sigurbjörn Bárðarson, Flosi frá Keldudal, 7,71  

3. Árni Björn Pálsson, Korka frá Steinnesi, 7,54  

4. Bergur Jónsson, Flugnir frá Ketilsstöðum, 7,42  

5. Davíð Jónsson, Irpa frá Borgarnesi, 7,38




Fleiri fréttir

Sjá meira


×