Afkoma bænda afleit og staðan verst hjá tollvernduðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 21:33 Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“ Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“
Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira