Ný Valhöll byggð fyrir brunabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2015 20:24 Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30
Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00