Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. apríl 2015 18:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar. Alþingi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar.
Alþingi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira