Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband.
Það er þýska stórblaðið Bild sem greinir frá en blaðamenn Bild og frá franska fréttablaðinu Paris Match hafa skoðað myndbandið. Samkvæmt lýsingu Bild er myndskeiðið örfáar sekúndur að lengd.
Þar heyrast öskur farþega og þrjú þung högg. Líklegt þykir að þar sé um að ræða tilraunir flugstjórans til að komast inn í flugstjórnarklefann. Loks virðist flugvélin snerta fjallshlíðina, flugvélaskrokkurinn nötrar og springur og aftur heyrast öskur farþega.
Þrátt fyrir óðagot sem myndaðist um borð í flugvélinni fullyrðir Bild að myndbandið sé ósvikið. Ekki er vitað hvort að farþegi eða liðsmaður áhafnar tók myndbandið.
Í gær tókst að fjarlæga jarðneskar leifar allra þeirra létust. Þá stendur leit enn yfir að öðrum tveggja flugrita vélarinnar. Hinn er fundinn og upplýsingar af honum vörpuðu ljósi á það hvernig aðstoðarflugmaður vélarinnar brotlenti vélinni viljandi.
Síðustu andartökin náðust á myndband

Tengdar fréttir

Hafa borið kennsl á rúmlega helming farþega
Leitarmenn leita enn að öðrum flugritanum í bröttum hlíðum frönsku Alpanna.

Hafði sagt Lufthansa frá veikindum sínum
Aðstoðarflugmaður Germanwings upplýsti Lufthansa árið 2009 um þunglyndi sitt og tók sér því nokkurra mánaða frí frá vinnu.

Kennsl borin á fórnarlömbin fyrir vikulok
Líkamsleifar hafa verið fjarlægðar og borin verða kennsl á þær í vikunni.

Lubitz átti í vandræðum með sjónina
Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn.

„Opnaðu helvítis dyrnar!“
Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.

Heiðruðu minningu fórnarlambanna
Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne fyrr í dag þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst síðastliðinn þriðjudag.