Leiðtogi sem þjónar af hógværð Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2015 13:43 Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun