Innlent

Rannsókn lögreglu á lokastigi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á þriðjudaginn.
Frá vettvangi á þriðjudaginn. Vísir/Ernir

Rannsókn á slysinu við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði síðastliðinn þriðjudag er á lokastigi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði.

„Við erum búnir að taka skýrslur af öllum vitnum og þetta er bara svona að klárast. Það þurfti að taka aftur skýrslur af einhverjum og svo vorum við líka að finna fólk sem talið var að gæti veitt upplýsingar,“ segir Margeir.

Tveir ungir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Þeir eru bræður og hefur sá eldri verið útskrifaður af spítala en þeim yngri er enn haldið sofandi í öndunarvél.

Aðspurður segir Margeir að svo virðist sem að annar drengurinn hafi farið í lækinn á eftir bolta sem þar datt út í en ekki sé hægt að staðfesta það enn sem komið er þar sem verið sé að vinna úr rannsóknargögnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×