Sigurgeir Árni leggur skóna á hilluna Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Sigurgeir Árni lyftir titlinum fyrir FH. vísir/ Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig. Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn