Innlent

Páll Jóhann ætlar að sitja hjá

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
„Vegna tengsla minna við fyrirtæki í sjávarútvegi mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins,“ segir þingmaðurinn í yfirlýsingu.
„Vegna tengsla minna við fyrirtæki í sjávarútvegi mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins,“ segir þingmaðurinn í yfirlýsingu.
Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á makríl. Með frumvarpinu er fyrirtæki í eigu eiginkonu hans veittur kvóti.



„Vegna tengsla minna við fyrirtæki í sjávarútvegi mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins, líkt og ég hef gert við afgreiðslu annarra mála af sama toga,“ segir þingmaðurinn í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér.



Makrílkvótinn sem fyrirhugað er að fyrirtæki eiginkonu Páls Jóhanns fái er makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna.



Í samtali við Fréttablaðið þegar fyrst var greint frá málinu sagðist Páll ekki telja sig vanhæfan. „Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi

Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×