Gerðu læknar Real Madrid mistök? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2015 11:30 Benzema fær byltu í leiknum gegn Atletico. Vísir/Getty Svo virðist sem að Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, hafi fengið ranga greiningu á meiðslum sínum eftir fyrri leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Benzema var tekinn af velli í síðari hálfleik í leiknum á þriðjudag fyrir rúmri viku en honum lauk með markalausu jafntefli. Liðin mætast að nýju á heimavelli Real Madrid í kvöld. Daginn eftir leik fór Benzema í skoðun hjá lækni Real Madrid sem sá ekkert sem benti til þess að hann væri alvarlega meiddur. Hann reyndi að æfa á föstudag en fann fyrir verk í hnénu og var umsvifalaust kippt út. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði fyrir leik liðsins gegn Malaga um helgina að Benzema myndi missa af honum en að hann reiknaði með honum fyrir leikinn gegn Atletico í Meistaradeildinni. Í gær var svo tilkynnt að nánari skoðun á hnémeiðslum Benzema hefði leitt í ljós að hann væri tognaður á liðbandi - viku eftir að hann spilaði gegn Atletico. Ólíklegt er að hann hefði hvort eð er náð leiknum í kvöld en engu að síður fór dýrmætur tími í súginn sem gæti reynst Real Madrid á lokaspretti tímabilsins. Meiðsli Benzema eru áfall fyrir Real Madrid þar sem bæði Gareth Bale og Luka Modric meiddust í leiknum gegn Malaga. Þá verður Marcelo í leikbanni í kvöld. Ancelotti vildi ekki gera lítið úr málinu á blaðamannafundi í gær. „Hann er með tognun. Það var enginn misskilningur. Hann er bara með nokkuð alvarleg meiðsli og hefur ekki náð að jafna sig.“ Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Chicharito byrjar í fjarveru Benzema Real Madrid hefur staðfest að Karim Benzema missir af leiknum gegn Atletico vegna meiðsla. 21. apríl 2015 10:30 Bale frá í þrjár vikur Missir af stórslag Real Madrid og Atletico Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. 20. apríl 2015 11:26 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Svo virðist sem að Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, hafi fengið ranga greiningu á meiðslum sínum eftir fyrri leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Benzema var tekinn af velli í síðari hálfleik í leiknum á þriðjudag fyrir rúmri viku en honum lauk með markalausu jafntefli. Liðin mætast að nýju á heimavelli Real Madrid í kvöld. Daginn eftir leik fór Benzema í skoðun hjá lækni Real Madrid sem sá ekkert sem benti til þess að hann væri alvarlega meiddur. Hann reyndi að æfa á föstudag en fann fyrir verk í hnénu og var umsvifalaust kippt út. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði fyrir leik liðsins gegn Malaga um helgina að Benzema myndi missa af honum en að hann reiknaði með honum fyrir leikinn gegn Atletico í Meistaradeildinni. Í gær var svo tilkynnt að nánari skoðun á hnémeiðslum Benzema hefði leitt í ljós að hann væri tognaður á liðbandi - viku eftir að hann spilaði gegn Atletico. Ólíklegt er að hann hefði hvort eð er náð leiknum í kvöld en engu að síður fór dýrmætur tími í súginn sem gæti reynst Real Madrid á lokaspretti tímabilsins. Meiðsli Benzema eru áfall fyrir Real Madrid þar sem bæði Gareth Bale og Luka Modric meiddust í leiknum gegn Malaga. Þá verður Marcelo í leikbanni í kvöld. Ancelotti vildi ekki gera lítið úr málinu á blaðamannafundi í gær. „Hann er með tognun. Það var enginn misskilningur. Hann er bara með nokkuð alvarleg meiðsli og hefur ekki náð að jafna sig.“
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Chicharito byrjar í fjarveru Benzema Real Madrid hefur staðfest að Karim Benzema missir af leiknum gegn Atletico vegna meiðsla. 21. apríl 2015 10:30 Bale frá í þrjár vikur Missir af stórslag Real Madrid og Atletico Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. 20. apríl 2015 11:26 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Chicharito byrjar í fjarveru Benzema Real Madrid hefur staðfest að Karim Benzema missir af leiknum gegn Atletico vegna meiðsla. 21. apríl 2015 10:30
Bale frá í þrjár vikur Missir af stórslag Real Madrid og Atletico Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. 20. apríl 2015 11:26