Indiana Jones mun snúa aftur á hvíta tjaldið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 23:21 Harrison Ford fékk hlutverk Indiana Jones árið 1981 en myndinni var leikstýrt af Steven Spielberg. Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira