Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2015 12:15 Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FH-ingum í Krikanum. Vísir/Pjetur Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. Bannið tók gildi þann 18. mars síðastliðinn og má Jóhann Birgir því hefja keppni með FH-ingum á nýjan leik þann 18. september. Fyrsta umferðin á nýafstöðnu keppnistímabili hófst einmitt 18. september síðastliðið haust. Reikna má með því að komandi tímabil hefjist um svipað leyti þannig að Jóhann ætti varla að missa af meira en einum leik eða jafnvel geta verið með frá upphafi.Vefaukandi sterar Forsaga málsins er sú að Jóhann Birgir var boðaður í lyfjapróf af fulltrúm Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ að loknum bikarúrslitaleik karla þann 28. febrúar. FH-ingar biðu lægri hlut 23-22 gegn Eyjamönnum sem tryggðu sér bikarinn í fyrsta sinn í 24 ár. Þvagsýnið var sent til greiningar í Svíþjóð og bárust nefndinni þann 17. mars. Þær sýndu að í sýninu var að finna vefaukandi stera, niðurbrotsefni Oxandrolone, epioxandrolone, sem er á lista Alþjóða lyfjaeftirlitsins,WADA (World Anti-Doping Agency), yfir bönnuð efni og aðferðir. Hlutfall testosterone á móti epitestosterone (T/E) í sýninu reyndist 8,68 eða rúmlega tvöfalt viðmið WADA sem er 4,0. Tekin eru tvö sýni í lyfjaprófi en síðara sýnið er aðeins sent í greiningu óski viðkomandi íþróttamaður eftir því. Það gerði Jóhann en greining á B-sýninu leiddi í ljós sömu niðurstöðu og A-sýnið.„Drakk eitthvað“ hjá kunningja sínum Jóhanni var gerð grein fyrir niðurstöðunni daginn eftir eða þann 18. mars. Við skýrslutöku sagði Jóhann að testosterone magnið mætti líkast til rekja til testosterone-boosters sem hann væri að taka. Nefndi Jóhann vöruheitið DAA og sagðist hafa fengið í gegnum vin sinn og líklega „undir borðið“. Ástæða inntökunnar væri sú að hann væri að byggja sig upp eftir meiðsli og efnið væri mikið notað af íþróttamönnum hér á landi. Jóhann undraðist hins vegar að vefaukandi sterar hefðu fundist í sýninu. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir sendu frá sér yfirlýsingu þann 9. apríl eftir að fréttir birtust í fjölmiðlum af því að Jóhann hefði fallið á lyfjaprófi. Þar kom fram að Jóhann hefði tekið inn fæðubótarefni í góðri trú, sem væri leyfilegt í sölu á Íslandi. „Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni,“ sagði í yfirlýsingu Jóhanns og FH. Hvöttu þeir íslenska íþróttamenn til að vera á varðbergi gagnvart fæðubótaefnum. Í greinargerð sem send var lyfjaráði þann 23. apríl sagðist Jóhann hins vegar hafa „drukkið eitthvað“ hjá kunningja sínum sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfitturum fyrir Evrópuleikana.“ Anavar er ein vinsælasta tegund stera hér á landi á töfluformi. Umboðsmaður ákærða sagðist telja alveg skýrt að uppruna oxandrolone mætti rekja þangað. Tók Jóhann fram að hann hefði verið að æfa crossfit með umræddum kunningja viku fyrir bikarúrslitaleikinn.Brotið sannað Samkvæmt lögum ÍSÍ um lyfjamál skal refsing fyrir fyrsta brot vera fjögurra ára keppnisbann nema íþróttamaðurinn geti sýnt fram á að brotið hafi ekki verið af yfirlögðu ráði. Með hliðsjón af útskýringum Jóhanns ákvað lyfjaráð að fara fram á tveggja ára keppnisbann yfir Jóhanni. Dómstóll ÍSÍ taldi brot Jóhann sannað og að Jóhann hefði játað brot sitt og veitt umtalsverða aðstoð við meðferð málsins. Hann leiði líkur að því hvernig sterarnir komust í líkama hans og færi rök fyrir því að enginn ásetningur hafi verið hjá honum í málinu. Því eigi ákvæði 10.5 í lögu ÍSÍ við sem mæli fyrir um styttingu á keppnisbanni á grundveli engrar umtalsverðar sektar eða vanrækslu. „Íþróttamenn bera hins vegar ábyrgð á því sem þeir neyta og það er þess vegna álit dómsins að ákærði hafi sýnt af sér vanrækslu í málinu, þegar hann neytti efna án þess að gera sér grein fyrir innihaldinu og hvaða afleiðingar inntakan gæti haft í för með sér fyrir hann,“ eins og segir í dómnum. Með vísan til þess taldi Halldór Frímannsson, dómari í málinu, forsendur til að stytta óhlutgengi ákærða niður í sex mánuði. Ekki liggur fyrir hvort Jóhann mun áfrýja dómnum eður ei.Endurtekið efni Tvö ár eru síðan Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik í körfubolta karla. Niðurstöður prófsins sýndu að magn örvandi efnisins methylhexanamine var tífalt yfir því sem löglegt er. Efnið er í fæðubótarefninu Jack 3D en því hafði verið blandað í Powerade er Ómar drakk það. Ómar sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að efnið væri ekki selt á Íslandi. Hann hefði tekið tvo sopa sem hefðu nægt til að fella sig. Hann hefði ekki átt drykkinn heldur fengið sopa frá liðsfélaga sínum, Ryan Pettinella. Ómar var dæmdur í sex mánaða keppnisbann. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal er ekki sáttur við tveggja ára keppnisbann. Hann fékk 300 þúsund króna afreksstyrk frá ÍSÍ á svipuðum tíma og dómur féll. 4. febrúar 2015 07:00 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. Bannið tók gildi þann 18. mars síðastliðinn og má Jóhann Birgir því hefja keppni með FH-ingum á nýjan leik þann 18. september. Fyrsta umferðin á nýafstöðnu keppnistímabili hófst einmitt 18. september síðastliðið haust. Reikna má með því að komandi tímabil hefjist um svipað leyti þannig að Jóhann ætti varla að missa af meira en einum leik eða jafnvel geta verið með frá upphafi.Vefaukandi sterar Forsaga málsins er sú að Jóhann Birgir var boðaður í lyfjapróf af fulltrúm Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ að loknum bikarúrslitaleik karla þann 28. febrúar. FH-ingar biðu lægri hlut 23-22 gegn Eyjamönnum sem tryggðu sér bikarinn í fyrsta sinn í 24 ár. Þvagsýnið var sent til greiningar í Svíþjóð og bárust nefndinni þann 17. mars. Þær sýndu að í sýninu var að finna vefaukandi stera, niðurbrotsefni Oxandrolone, epioxandrolone, sem er á lista Alþjóða lyfjaeftirlitsins,WADA (World Anti-Doping Agency), yfir bönnuð efni og aðferðir. Hlutfall testosterone á móti epitestosterone (T/E) í sýninu reyndist 8,68 eða rúmlega tvöfalt viðmið WADA sem er 4,0. Tekin eru tvö sýni í lyfjaprófi en síðara sýnið er aðeins sent í greiningu óski viðkomandi íþróttamaður eftir því. Það gerði Jóhann en greining á B-sýninu leiddi í ljós sömu niðurstöðu og A-sýnið.„Drakk eitthvað“ hjá kunningja sínum Jóhanni var gerð grein fyrir niðurstöðunni daginn eftir eða þann 18. mars. Við skýrslutöku sagði Jóhann að testosterone magnið mætti líkast til rekja til testosterone-boosters sem hann væri að taka. Nefndi Jóhann vöruheitið DAA og sagðist hafa fengið í gegnum vin sinn og líklega „undir borðið“. Ástæða inntökunnar væri sú að hann væri að byggja sig upp eftir meiðsli og efnið væri mikið notað af íþróttamönnum hér á landi. Jóhann undraðist hins vegar að vefaukandi sterar hefðu fundist í sýninu. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir sendu frá sér yfirlýsingu þann 9. apríl eftir að fréttir birtust í fjölmiðlum af því að Jóhann hefði fallið á lyfjaprófi. Þar kom fram að Jóhann hefði tekið inn fæðubótarefni í góðri trú, sem væri leyfilegt í sölu á Íslandi. „Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni,“ sagði í yfirlýsingu Jóhanns og FH. Hvöttu þeir íslenska íþróttamenn til að vera á varðbergi gagnvart fæðubótaefnum. Í greinargerð sem send var lyfjaráði þann 23. apríl sagðist Jóhann hins vegar hafa „drukkið eitthvað“ hjá kunningja sínum sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfitturum fyrir Evrópuleikana.“ Anavar er ein vinsælasta tegund stera hér á landi á töfluformi. Umboðsmaður ákærða sagðist telja alveg skýrt að uppruna oxandrolone mætti rekja þangað. Tók Jóhann fram að hann hefði verið að æfa crossfit með umræddum kunningja viku fyrir bikarúrslitaleikinn.Brotið sannað Samkvæmt lögum ÍSÍ um lyfjamál skal refsing fyrir fyrsta brot vera fjögurra ára keppnisbann nema íþróttamaðurinn geti sýnt fram á að brotið hafi ekki verið af yfirlögðu ráði. Með hliðsjón af útskýringum Jóhanns ákvað lyfjaráð að fara fram á tveggja ára keppnisbann yfir Jóhanni. Dómstóll ÍSÍ taldi brot Jóhann sannað og að Jóhann hefði játað brot sitt og veitt umtalsverða aðstoð við meðferð málsins. Hann leiði líkur að því hvernig sterarnir komust í líkama hans og færi rök fyrir því að enginn ásetningur hafi verið hjá honum í málinu. Því eigi ákvæði 10.5 í lögu ÍSÍ við sem mæli fyrir um styttingu á keppnisbanni á grundveli engrar umtalsverðar sektar eða vanrækslu. „Íþróttamenn bera hins vegar ábyrgð á því sem þeir neyta og það er þess vegna álit dómsins að ákærði hafi sýnt af sér vanrækslu í málinu, þegar hann neytti efna án þess að gera sér grein fyrir innihaldinu og hvaða afleiðingar inntakan gæti haft í för með sér fyrir hann,“ eins og segir í dómnum. Með vísan til þess taldi Halldór Frímannsson, dómari í málinu, forsendur til að stytta óhlutgengi ákærða niður í sex mánuði. Ekki liggur fyrir hvort Jóhann mun áfrýja dómnum eður ei.Endurtekið efni Tvö ár eru síðan Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik í körfubolta karla. Niðurstöður prófsins sýndu að magn örvandi efnisins methylhexanamine var tífalt yfir því sem löglegt er. Efnið er í fæðubótarefninu Jack 3D en því hafði verið blandað í Powerade er Ómar drakk það. Ómar sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að efnið væri ekki selt á Íslandi. Hann hefði tekið tvo sopa sem hefðu nægt til að fella sig. Hann hefði ekki átt drykkinn heldur fengið sopa frá liðsfélaga sínum, Ryan Pettinella. Ómar var dæmdur í sex mánaða keppnisbann.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal er ekki sáttur við tveggja ára keppnisbann. Hann fékk 300 þúsund króna afreksstyrk frá ÍSÍ á svipuðum tíma og dómur féll. 4. febrúar 2015 07:00 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11
Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal er ekki sáttur við tveggja ára keppnisbann. Hann fékk 300 þúsund króna afreksstyrk frá ÍSÍ á svipuðum tíma og dómur féll. 4. febrúar 2015 07:00
Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39