Búið að frumsýna Hrúta á Cannes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 11:42 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, og Theodór Júlíusson á rauða dreglinum í Cannes. visir/getty Verið er að heimsfrumsýna Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, á Cannes-kvikmyndahátíðinni akkúrat núna. Myndin var valin til þátttöku í Un Certain Regard flokki þessarar virtustu hátíðar heimsins en þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin sem nær því í yfir áratug. Í tilefni af því var Grímur leikstjóri í viðtali við vefritið Variety. „Báðir foreldrar mínir ólust upp í sveit og ég var sendur þangað til að vinna á sumrin þar til að ég varð sautján ára,“ segir Grímur. „Bændur eru flestir afar tengdir dýrunum sínum. Íslenska kindin er rótgróin í menningu okkar og hefur í gegnum tíðina átt stóran þátt í að Íslendingar komust af.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika bræðurna Kidda og Gumma sem hafa ekki talast við í áratugi þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þeir deila ást á sauðkindinni og taka höndum saman þegar riða kemur upp í dalnum þar sem þeir búa. „Theodór var alltaf valkostur númer eitt til að leika Kidda en í upphafi hafði ég hugsað mér annan sem Gumma. En þegar ég sá Sigga á Edduverðlaunahátíðinni skeggjaðan og með sítt hár sá ég hann fyrir mér sem bónda. Þeir eru ólíkir en með skeggin er auðvelt að halda að þeir séu bræður.“ Stikla úr Hrútum fylgir hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15 Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00 Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Grímur Hákonarson neyðist til að sleppa lopapeysunni á rauða dreglinum í Cannes. 16. apríl 2015 11:39 Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Verið er að heimsfrumsýna Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, á Cannes-kvikmyndahátíðinni akkúrat núna. Myndin var valin til þátttöku í Un Certain Regard flokki þessarar virtustu hátíðar heimsins en þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin sem nær því í yfir áratug. Í tilefni af því var Grímur leikstjóri í viðtali við vefritið Variety. „Báðir foreldrar mínir ólust upp í sveit og ég var sendur þangað til að vinna á sumrin þar til að ég varð sautján ára,“ segir Grímur. „Bændur eru flestir afar tengdir dýrunum sínum. Íslenska kindin er rótgróin í menningu okkar og hefur í gegnum tíðina átt stóran þátt í að Íslendingar komust af.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika bræðurna Kidda og Gumma sem hafa ekki talast við í áratugi þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þeir deila ást á sauðkindinni og taka höndum saman þegar riða kemur upp í dalnum þar sem þeir búa. „Theodór var alltaf valkostur númer eitt til að leika Kidda en í upphafi hafði ég hugsað mér annan sem Gumma. En þegar ég sá Sigga á Edduverðlaunahátíðinni skeggjaðan og með sítt hár sá ég hann fyrir mér sem bónda. Þeir eru ólíkir en með skeggin er auðvelt að halda að þeir séu bræður.“ Stikla úr Hrútum fylgir hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15 Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00 Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Grímur Hákonarson neyðist til að sleppa lopapeysunni á rauða dreglinum í Cannes. 16. apríl 2015 11:39 Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15
Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00
Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Grímur Hákonarson neyðist til að sleppa lopapeysunni á rauða dreglinum í Cannes. 16. apríl 2015 11:39