Körfubolti

Horford tryggði Atlanta sigur á síðustu stundu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atlanta Hawks vann nauman sigur, 82-81, á Washington Wizards í nótt í fimmta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt.

Miðherjinn sterki, Al Horford, tryggði heimamönnum sigurinn með síðustu körfunni þegar 1,9 sekúndur voru eftir. Sigurkörfuna ,í afar hægri endursýningu, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Hann tók sóknarfrákast eftir misheppnað sniðskot Dennis Schröders og mokaði boltanum ofan í körfuna. Washington náði ekki að svara á tímanum sem var eftir.

Horford var stigahæstur Atlanta-liðsins með 23 stig auk þes sem hann tók 11 fráköst, en hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 23 stig.

Staðan í einvíginu er 3-2 fyrir Atlanta og getur liðið tryggt sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar í Washington í næsta leik.

Eftir að lenda 2-1 undir gegn Memphis Grizzlies er Golden State nú búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu og er komið yfir, 3-2.

Golden State vann 20 stiga sigur á heimavelli í nótt, 98-78, þar sem Klay Thompson var stigahæstur með 21 stig og Stephen Curry skoraði 18 stig.

Marc Gasol var stigahæstur gestanna með 18 stig, en Memphis þarf að vinna á heimavelli í næsta leik til að tryggja sér oddaleik.

Tilþrif hjá Steph Curry:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×