Stóryrt umræða á Alþingi um virkjanakosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 20:13 Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira