Hjúkrun á Landspítala Elfa Þöll Grétarsdóttir og Guðríður Kristín Þórðardóttir skrifar 12. maí 2015 08:00 Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun