Atli Viðar Björnsson kom FH á bragðið gegn í 2-0 sigrinum á Keflavík í 2. umferð Pepsi-deildar karla í gær.
Atli kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar var hann búinn að skora. Steve Lennon bætti svo öðru marki við á 82. mínútu og gulltryggði sigur FH-inga.
Þetta var 99. mark Atla Viðars í efstu deild og hann er því aðeins einu marki frá því að komast í 100 marka klúbbinn. Atli hefur skorað öll 99 mörkin í búningi FH.
Atli verður þá fjórði meðlimurinn í 100 marka klúbbnum en fyrir í honum eru þeir Tryggvi Guðmundsson (131 mörk), Ingi Björn Albertsson (126) og Guðmundur Steinsson (101).
Atli spilaði fyrst í efstu deild sumarið 2001 þegar hann skoraði þrjú mörk í 10 leikjum.
Atli hefur fimm sinnum skorað yfir 10 mörk í efstu deild; 2008 (11), 2009 (14), 2010 (14), 2011 (13) og 2014 (13).
Markahæstu leikmenn í efstu deild karla frá upphafi:
1. Tryggvi Guðmundsson - 131 (ÍBV, FH, KR, Fylkir)
2. Ingi Björn Albertsson - 126 (Valur, FH)
3. Guðmundur Steinsson - 101 (Fram, Víkingur)
4. Atli Viðar Björnsson - 99 (FH)
5. Hermann Gunnarsson - 95 (Valur, ÍBA)
6. Matthías Hallgrímsson - 94 (ÍA, Valur)
7. Hörður Magnússon - 87 (FH, Valur)
8. Björgólfur Takefusa - 83 (Þróttur, KR, Fylkir, Víkingur)
9. Ragnar Margeirsson - 83 (Keflavík, KR, Fram)
10. Arnar Gunnlaugsson - 82 (ÍA, KR, Haukar, FH, Fram)
Atli Viðar einu marki frá 100 marka klúbbnum

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn
Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni.

Atli Viðar og Lennon afgreiddu Keflavík | Sjáðu mörkin
FH er með fullt hús í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á Keflavík í Kaplakrika í gær.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga
FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins.