Stærstu styrktaraðilar alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA hafa lýst áhyggjum af stöðunni sem upp er komin í knattspyrnusambandinu eftir að sjö hátt settir einstaklingar innan samtakanna voru handteknir í Sviss í gær.
Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur.
Einstaklingarnir sjö sem handteknir voru í Sviss, þar sem ársfundur alþjóða knattspyrnusambandsins fer fram, eru meðal 14 aðila sem bandarísk stjórnvöld hafa ákært fyrir spillingu og peningaþvætti.

