Bacca hetja Sevilla í Varsjá | Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2015 18:15 Carlos Bacca er maður kvöldsins. vísir/getty Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3: Evrópudeild UEFA Mest lesið Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3:
Evrópudeild UEFA Mest lesið Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira