Gista áfram á hótelinu en fæðispeningar falla niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2015 15:21 María Ólafsdóttir og félagar hafa skemmt landanum undanfarna daga og vikur í tengslum við Eurovision. Vísir/GVA Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman. Eurovision Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman.
Eurovision Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent