Angela Merkel: Samstarf ESB og fyrrum Sovétlýðvelda ekki beint gegn Rússum Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2015 12:57 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir óhugsandi að Rússar snúi aftur í G8-hópinn að svo stöddu. Vísir/AFP Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa. Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa.
Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira