„Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 19:00 Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn. VÍSIR/GVA Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sagði í málflutningsræðu sinni í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að skjólstæðingur sinn hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að farið væri að lögum og reglum í allri starfsemi bankans. Birnir Sær, sem var starfsmaður „á gólfinu”, verðbréfasali í deild eigin viðskipta Kauþings, er ákærður fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Kristni Guðmarssyni, keypti mikið magn af bréfum í bankanum á ellefu mánaða tímabili fyrir fall hans í október 2008. Eiga verðbréfasalarnir að hafa gert það að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar.Fengu fyrirmæli um hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunniEinar Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta og þar af leiðandi næsti yfirmaður Birnis Sæs og Péturs. Verjandi Birnis sagði að óumdeilt í málinu að þeir hafi verið hliðsettir þegar kom að því að taka við fyrirmælum frá stjórnendum bankans. Einar Pálmi hafi hins vegar komið þeim fyrirmælum áleiðis en fram hefur komið við aðalmeðferð málsins að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafði mikil afskipti af starfsemi eigin viðskipta. „Það er ljóst að starfsmenn eigin viðskipta fengu fyrirmæli um það hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunni, einkum hvað varðaði kaup og sölur á hlutabréfum í Kaupþingi. Það var allt í takt við stefnu bankans og sætti yfirgripsmiklu eftirliti margra aðila,” sagði Halldór. Nefndi hann að hvorki regluvörður né innra eftirlit bankans hefðu gert athugasemdir við starfsemi eigin viðskipta. Þá hefðu utanaðkomandi eftirlitsaðilar ekki gert það heldur, eins og til dæmis Kauphöllin eða Fjármálaeftirlitið.Klætt í búning markaðsmisnotkunarÞá gagnrýndi hann þá forsendu sem sérstakur saksóknari gæfi sér í ákærunni að starfsemi eigin viðskipta væri ólögleg. Slíkt væri fjarri lagi. Saksóknari “klæddi þetta því í búning markaðsmisnotkunar” og ákærði fyrir heildarháttsemi en það gagnrýndi verjandinn. Sagði hann það lykilatriði að tilgreina hvaða viðskipti væru markaðsmisnotkun en það væri ekki gert í ákæru. Þar að auki beindi Halldór því til dómsins að skoða samhengi á milli kaupa eigin viðskipta á bréfum í Kaupþingi og svo því þegar þau voru seld í stórum utanþingsviðskiptum en fyrir það er ákært í 2. lið ákærunnar. Birnir og Pétur eru þó ekki á meðal ákærðu þar og hefur komið fram við aðalmeðferðina að þeir vissu ekkert um að bankinn seldi eignarhaldsfélögum Kaupþingsbréf með fullri fjármögnun. Þetta ítrekaði verjandi Birnis í dag og sagði að samhengi kaups og sölu skipti gríðarlegu máli þegar meta ætti hvort átt hefði verið við markaðinn. Væri þetta til dæmis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis og sérfræðinga sem ákæruvaldið sjálft hafði leitað til.Refsing Birnis nú þegar orðin mikilÁður en Halldór lagði málið í dóm fór hann yfir það hversu langan tíma það hefur tekið. „Fyrir ákærða hefur þetta nú tekið 5 ár og að standa í þessu er gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann. Málið hefur aldrei tafist af hans sökum, hann hefur alltaf komið hreint fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og alltaf lagt áherslu á að flýta fyrir málinu.” Fór verjandinn fram á það að ef að Birni yrði gerð refsing yrði dómur hans skilorðsbundinn eða að ákvörðun refsingar hans frestað. Bætti Halldór við að refsing hans væri nú þegar orðin mjög mikil vegna málsins og tíminn sem farið hafi farið í málið reynst honum og fjölskyldu erfiður. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sagði í málflutningsræðu sinni í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að skjólstæðingur sinn hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að farið væri að lögum og reglum í allri starfsemi bankans. Birnir Sær, sem var starfsmaður „á gólfinu”, verðbréfasali í deild eigin viðskipta Kauþings, er ákærður fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Kristni Guðmarssyni, keypti mikið magn af bréfum í bankanum á ellefu mánaða tímabili fyrir fall hans í október 2008. Eiga verðbréfasalarnir að hafa gert það að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar.Fengu fyrirmæli um hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunniEinar Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta og þar af leiðandi næsti yfirmaður Birnis Sæs og Péturs. Verjandi Birnis sagði að óumdeilt í málinu að þeir hafi verið hliðsettir þegar kom að því að taka við fyrirmælum frá stjórnendum bankans. Einar Pálmi hafi hins vegar komið þeim fyrirmælum áleiðis en fram hefur komið við aðalmeðferð málsins að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafði mikil afskipti af starfsemi eigin viðskipta. „Það er ljóst að starfsmenn eigin viðskipta fengu fyrirmæli um það hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunni, einkum hvað varðaði kaup og sölur á hlutabréfum í Kaupþingi. Það var allt í takt við stefnu bankans og sætti yfirgripsmiklu eftirliti margra aðila,” sagði Halldór. Nefndi hann að hvorki regluvörður né innra eftirlit bankans hefðu gert athugasemdir við starfsemi eigin viðskipta. Þá hefðu utanaðkomandi eftirlitsaðilar ekki gert það heldur, eins og til dæmis Kauphöllin eða Fjármálaeftirlitið.Klætt í búning markaðsmisnotkunarÞá gagnrýndi hann þá forsendu sem sérstakur saksóknari gæfi sér í ákærunni að starfsemi eigin viðskipta væri ólögleg. Slíkt væri fjarri lagi. Saksóknari “klæddi þetta því í búning markaðsmisnotkunar” og ákærði fyrir heildarháttsemi en það gagnrýndi verjandinn. Sagði hann það lykilatriði að tilgreina hvaða viðskipti væru markaðsmisnotkun en það væri ekki gert í ákæru. Þar að auki beindi Halldór því til dómsins að skoða samhengi á milli kaupa eigin viðskipta á bréfum í Kaupþingi og svo því þegar þau voru seld í stórum utanþingsviðskiptum en fyrir það er ákært í 2. lið ákærunnar. Birnir og Pétur eru þó ekki á meðal ákærðu þar og hefur komið fram við aðalmeðferðina að þeir vissu ekkert um að bankinn seldi eignarhaldsfélögum Kaupþingsbréf með fullri fjármögnun. Þetta ítrekaði verjandi Birnis í dag og sagði að samhengi kaups og sölu skipti gríðarlegu máli þegar meta ætti hvort átt hefði verið við markaðinn. Væri þetta til dæmis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis og sérfræðinga sem ákæruvaldið sjálft hafði leitað til.Refsing Birnis nú þegar orðin mikilÁður en Halldór lagði málið í dóm fór hann yfir það hversu langan tíma það hefur tekið. „Fyrir ákærða hefur þetta nú tekið 5 ár og að standa í þessu er gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann. Málið hefur aldrei tafist af hans sökum, hann hefur alltaf komið hreint fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og alltaf lagt áherslu á að flýta fyrir málinu.” Fór verjandinn fram á það að ef að Birni yrði gerð refsing yrði dómur hans skilorðsbundinn eða að ákvörðun refsingar hans frestað. Bætti Halldór við að refsing hans væri nú þegar orðin mjög mikil vegna málsins og tíminn sem farið hafi farið í málið reynst honum og fjölskyldu erfiður.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07