Bíó og sjónvarp

Jurassic World frumsýnd á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá skjáskot úr myndinni.
Hér má sjá skjáskot úr myndinni.
Stórmyndin Jurassic World verður frumsýnd á miðvikudagskvöldið um land allt.

Hér er á ferðinni glænýtt framhald á einni vinsælustu kvikmyndaseríu allra tíma sem stórmeistarinn Steven Spielberg kom af stað.

Jurassic World gerist á eyjunni Isla Nublar sem er sögusvið fyrstu myndarinnar þar sem Júragarðurinn var fyrst reistur. Aldrei tókst honum þá að opna sökum eftirminnilegra óhappa á prufustiginu og varð eyjan snöggt yfirtekinn af risaeðlum, af öllum stærðum og gerðum.

Nú eru tuttugu og tvö ár liðin frá þeim atburðum og nú hefur verið opnaður nýr, miklu stærri og fjölbreyttari garður: Jurassic World.

Hér má sjá sýnishorn úr myndinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×