Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi skrifar 3. júní 2015 07:31 Nú er liðin ein vika af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Við sem störfum á gjörgæslu og vöknun á Landspítala í Fossvogi höfum á þeim tíma ítrekað þurft að bregðast við aðstæðum þar sem þörf var á skjótum viðbrögðum við miklu álagi. Sú öryggismönnun sem lagt er upp með í verkfalli hefur ekki nægt til að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar og hefur reynst nauðsynlegt að óska eftir undanþágum til að mæta þörf fyrir aukinni mönnun. Samþykktar undanþágubeiðnir hjá okkur þessa fyrstu daga verkfallsins voru 52. Hjúkrun á gjörgæslu og vöknun krefst mikillar sérþekkingar og áralangrar þjálfunar. Flestar innlagnir á gjörgæsluna eru bráðainnlagnir vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Á deildinni liggja veikustu sjúklingar spítalans sem þurfa flókna meðferð, sérhæfða hjúkrun og eftirlit. Umhverfið er mjög tæknivætt og þar liggja t.d. sjúklingar í öndunarvélum. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa og dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir.Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðherra til að bregðast jafn skjótt við og hjúkrunarfræðingar gera í sína daglega starfi og gangi til samninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins öfluga og örugga hjúkrun. Við þrýstum á að samningar náist um samkeppnishæf laun þar sem mikil eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar og starfskröftum, hérlendis sem og erlendis. Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðin ein vika af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Við sem störfum á gjörgæslu og vöknun á Landspítala í Fossvogi höfum á þeim tíma ítrekað þurft að bregðast við aðstæðum þar sem þörf var á skjótum viðbrögðum við miklu álagi. Sú öryggismönnun sem lagt er upp með í verkfalli hefur ekki nægt til að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar og hefur reynst nauðsynlegt að óska eftir undanþágum til að mæta þörf fyrir aukinni mönnun. Samþykktar undanþágubeiðnir hjá okkur þessa fyrstu daga verkfallsins voru 52. Hjúkrun á gjörgæslu og vöknun krefst mikillar sérþekkingar og áralangrar þjálfunar. Flestar innlagnir á gjörgæsluna eru bráðainnlagnir vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Á deildinni liggja veikustu sjúklingar spítalans sem þurfa flókna meðferð, sérhæfða hjúkrun og eftirlit. Umhverfið er mjög tæknivætt og þar liggja t.d. sjúklingar í öndunarvélum. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa og dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir.Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðherra til að bregðast jafn skjótt við og hjúkrunarfræðingar gera í sína daglega starfi og gangi til samninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins öfluga og örugga hjúkrun. Við þrýstum á að samningar náist um samkeppnishæf laun þar sem mikil eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar og starfskröftum, hérlendis sem og erlendis. Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar