
Á nú að pissa í skóinn sinn?
Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið!
Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.
„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“
Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?
Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því?
Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna.
Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi.
Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.
Verkfallið verður að stöðva með samningum
Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar.
Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað!
Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu.
Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna!
Skoðun

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er útlegð á innleið?
Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar

Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar

Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði
Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar

Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Er aldur bara tala?
Teitur Guðmundsson skrifar

Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar