Hugleiðingar um kvenréttindi Elín Birna Skarphéðinsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:37 Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun