Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 18:30 Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27